Íþrótta- og æskulýðsráð

40. fundur 06. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Samningar við íþróttafélög 2013-2015

Málsnúmer 201206009Vakta málsnúmer









Samninganefnd sem er skipuð Jóni Halldórssyni formanni Íþrótta- og æskulýðsráðs, Dagbjörtu Sigurpálsdóttur varaformanni Íþrótta- og æskulýðsráðs og Árna Jónssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Dalvíkurbyggðar kynnti drög að samningum eftir fengnar athugasemdir frá félögum í Dalvíkurbyggð.

 



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninga við Blakfélagið Rima, Sundfélagið Rán, Hestamannafélagið Hring, Golfklúbbinn Hamar, UMF Þorstein Svörfuður, UMF Reyni og UMF Svarfdæla með breytingum og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.



Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að þrátt fyrir að ekki hafi náðst enn að gera úttekt á íþróttasvæði UMFS geri bæjarráð ráð fyrir fjármagni við fjárhagsáætlun 2013 til endurbóta á neðra svæðinu/æfingavellinum.

 





Farið var yfir drög að samningi við Skíðafélag Dalvíkur til 3 ára og gerðar  breytingar og ákveðið var að senda drögin á stjórn Skíðafélags Dalvíkur til umfjöllunar. Í samningi við Skíðafélag Dalvíkur er gert ráð fyrir 2.000.000 kr. á hverju ári í viðhald sem rúmast ekki í ramma Íþrótta- og æskulýðssviðs, Bæjarráð hefur þegar samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna viðhaldsins.











 



2.Endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs

Málsnúmer 201201052Vakta málsnúmer

Nefnd sem hefur unnið að endurskipulagningu reglna á kjöri Íþróttmanns Dalvíkurbyggðar kynnti breytingar. Nefndina skipuðu Kristinn Ingi Valsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði, Friðjón Árni Sigurvinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Auglýst verður eftir tilnefningum miðvikudaginn 7. nóvember og frestur til að skila inn tilnefningum miðvikudagurinn 21. nóvember.Boðað verður til fundar mánudaginn  3. desember kl. 14:00 þar sem kosning á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar fer fram. Kosningarétt hafa þeir sem rétt hafa til að tilnefna. Lýsing á kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður haldið fimmtudaginn 3. janúar klukkan 17:00. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.   

3.Fjárhagur Skíðafélagsins

Málsnúmer 201205001Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu og menningarmála kynntu fjárhagsáætlun út árið 2012 fyrir Skíðasvæðis Dalvíkur og Skíðafélags Dalvíkur. Samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur um hlutverk framkvæmdastjóra var kynntur. Dalvíkurbyggð hefur það hlutverk að tilnefna 2 fulltrúa í svæðisnefnd. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir  Kristin Inga Valsson og Svein Brynjólfsson sem fulltrúa í nefndinni. Vegna veðurfarslegra aðstæðna er mikilvægt að nefndin taki sem fyrst til starfa.  

4.Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029Vakta málsnúmer

Frestað.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi