Fjárhagur Skíðafélagsins

Málsnúmer 201205001

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 36. fundur - 07.05.2012

&Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu vinnu sem nú stendur yfir við endurskipulag fjármála Skíðafélags Dalvíkur en fjárhagsstaða félagsins er erfið.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að halda áfram vinnu við endurskipulagningu á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 629. fundur - 14.06.2012

Á 627. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 24. maí 2012 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, bréf dagsett þann 17. maí 2012, þar sem fram kemur að Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir viðræðum við Dalvíkurbyggð vegna skuldastöðu félagsins sem er orðin félaginu ofviða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa fund með forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs og að undirbúningur sé í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu viðbótargögn og upplýsingar:
Ársreikningur Skíðafélags Dalvíkur 2011 ásamt ársskýrslu.
Bréf frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 4. júní 2012, ásamt fylgigögnum, með svörum félagsins samkvæmt beiðni bæjarráðs um frekari skýringar á ákveðnum liðum auk útskýringa á tveimur liðum úr ársreikningum fyrir árið 2011.

Til umfjöllunar ofangreint.

Hildur Ösp og Árni véku af fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa næstu skref í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 630. fundur - 21.06.2012

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs f.h. Skíðafélags Dalvíkur: Birkir Bragason, formaður, Gerður Olafsson, gjaldkeri, Heiða Hilmarsdóttir, ritari, Friðrik Arnarsson, meðstjórnandi, og Einar Hjörleifsson, meðstjórnandi.

Einnig sátu fundinn undir þessum lið Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 629. fundi bæjarráðs þann 14. júní 2012 var fjárhagsstaða Skíðafélags Dalvíkur áfram til umfjöllunar og m.a. bókað að bæjarráð fól bæjarstjóra að undirbúa næstu skref í samræmi við umræður á fundinum.

Til umræðu fjárhagsstaða Skiðafélags Dalvíkur og möguleg viðbrögð sveitarfélagsins.

Birkir, Gerður, Heiða, Friðik og Einar viku af fundi.

Hildur Ösp og Árni viku af fundi.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 631. fundur - 28.06.2012

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 631. fundi bæjarráðs þann 21. júní s.l. kom stjórn Skíðafélags Dalvíkur á fund bæjarráðs þar sem áfram var til umræðu fjárhagsstaða félagsins og möguleg viðbrögð sveitarfélagsins.

Með fundarboði

bæjarráðs fylgdi fundargerð stjórnar Skíðafélags Dalvíkur frá 21. júní s.l. þar sem fram kemur eftirfarandi bókun:
Tilboð frá bæjarráði Dalvíkurbyggðar um að Dalvíkurbyggð ráði tilsjónarmann til Skíðafélags Dalvíkur vegna fjárhagsstöðu félagsins.
Stjórn Skíðafélags Dalvíkur samþykkir tilboð bæjarráðs og er tilbúin að hefja samstarf og samvinnu við sveitarfélagið um málefni Skíðafélags Dalvíkur.

Lögð fram tillaga um ráðningu starfsmanns á vegum Dalvíkurbyggðar sem yrði tímabundin ráðning í 100% starf sem framkvæmdastjóri skíðasvæðis og Skíðafélags Dalvíkur.

Á fundinum var einnig lögð fram tillaga að starfslýsingu.

Kostnaðaráætlun vegna ofangreind starfs vegna ársins 2012 er 3.327.000 kr.

Einnig lögð fram yfirlýsing bæjarráðs um ofangreint mál.

Hildur Ösp og Árni véku af fundi.

a) Bæjarráð samþykkir ofangreint starf tímabundið og ráðningu í 100% stöðugildi í  allt að 24 mánuði.

b) Bæjarrráð samþykkir tillögu að starfslýsingu með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.


c) Bæjarráð samþykkir tillögu að auglýsingu um starfið með áorðnum breytinum sem gerðar voru á fundinum.

d) Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki  að upphæð kr. 3.327.000 við fjárhagsáætlun 2012 samkvæmt ofangreindri kostnaðaráætlun.  Vísað á deild 06-80.


e)  Bæjarráð samþykkir tillögu að yfirlýsingu um málið með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 633. fundur - 30.08.2012

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 631. fundi bæjarráðs þann 28. júní 2012 voru málefni og fjárhagsstaða Skíðafélags Dalvíkur til umfjöllunar og ákvarðanir teknar er varða tímabundin inngrip Dalvíkurbyggðar í rekstur félagsins.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerðu bæjarráði grein fyrir þróun og stöðu mála.

Árni vék af fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 39. fundur - 11.10.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram upplýsingar frá framkvæmdastjóra skíðasvæðis í Böggvistaðafjalli og Skíðafélags Dalvíkur. Farið var yfir fjárhagsstöðu Skíðafélagsins og hvernig stefnt er að því að vinna í endurskipulagningu á fjárhag félagsins. Til umfjöllunar var samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samstarfssamninginn með lítilsháttar breytingum og vísar honum til umsagnar stjórnar Skíðafélagsins.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 641. fundur - 25.10.2012

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu-og menningarsviðs, Sigurgeir Birgisson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Birkir Bragason, formaður Skíðafélags Dalvíkur, og Gerður Olafsson, gjaldkeri Skíðafélags Dalvíkur.

Á 633. fundi bæjarráðs þann 31. ágúst 2012 gerðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs bæjarráði grein fyrir þróun og stöðu mála hvað varðar fjárhagsstöðu Skíðafélags Dalvíkur og tímabundin inngrip Dalvíkurbyggðar í rekstur félagsins.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi gögn er sýna áætlaðan rekstarkostnað félagsins fram til áramóta; áætlaður kostnaður er kr. 8.081.507. Einnig er Dalvíkurbyggð búið að greiða styrk umfram samning við félagið að upphæð kr. 1.565.000 til þess að greiða vanskilaskuldir.

Einnig fylgdu með drög að samstarfssamningi á milli íþrótta- og æskulýðsráðs fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur, sbr. 39. fundur íþrótta- og æskulýðsráðs þann 11. október 2012.

Til umræðu ofangreint og kynnt fjárhagsáætlun fyrir rekstur Skíðafélags Dalvíkur fram að áramótum 2012/2013 sem og fyrir árið 2013.

Fram kom á fundinum að hægt er að lækka viðbótarstyrk samkvæmt tillögu að viðauka til Skíðafélagsins á árinu 2012 um kr. 1.350.000.
Árni, Hildur Ösp, Sigurgeir, Birkir og Gerður viku af fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 40. fundur - 06.11.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu og menningarmála kynntu fjárhagsáætlun út árið 2012 fyrir Skíðasvæðis Dalvíkur og Skíðafélags Dalvíkur. Samstarfssamningur Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur um hlutverk framkvæmdastjóra var kynntur. Dalvíkurbyggð hefur það hlutverk að tilnefna 2 fulltrúa í svæðisnefnd. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir  Kristin Inga Valsson og Svein Brynjólfsson sem fulltrúa í nefndinni. Vegna veðurfarslegra aðstæðna er mikilvægt að nefndin taki sem fyrst til starfa.  

Íþrótta- og æskulýðsráð - 50. fundur - 01.10.2013

Sigurgeir Birgisson framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur kom á fundinn og kynnti helstu verkefni félagsins og fór yfir fyrsta ár hans í starfi. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Sigurgeiri fyrir upplýsingarnar.