Íþrótta- og æskulýðsráð

50. fundur 01. október 2013 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2014

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir tillaga að gjaldskrárbreytingu vegna mótahalda í Íþróttamiðstöð og vegna útleigu á Íþróttamiðstöð Dalvíkur til annara viðburða en móta.  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir breytingu á gjaldskránum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Uppbygging íþróttasvæðis UMFS

Málsnúmer 201306016Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála fóru yfir þá fundi sem hafa átt sér stað við undirbúning á uppbyggingu Íþróttasvæðis  UMFS og stöðu málsins nú.

3.Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar

Málsnúmer 201309132Vakta málsnúmer

Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar kom á fundinn, fór yfir skýrslu yfir starf síðasta starfsárs og kynnti helstu verkefni í starfi félagsmiðstöðvarinnar og frístundahússins.  Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Viktori fyrir afar greinargóðar upplýsingarnar.

4.Fjárhagur Skíðafélagsins

Málsnúmer 201205001Vakta málsnúmer

Sigurgeir Birgisson framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur kom á fundinn og kynnti helstu verkefni félagsins og fór yfir fyrsta ár hans í starfi. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Sigurgeiri fyrir upplýsingarnar.

5.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201301064Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi  fór yfir vinnu starfshóps um Lýðheilsustefnu - heilsueflandi samfélag. En stefnt er á að fyrsta stigi vinnunnar ljúki á þessu ári og er stefnt að opnu málþingi í framhaldinu.  

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi