Íþrótta- og æskulýðsráð

33. fundur 07. febrúar 2012 kl. 08:15 - 10:30 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Dagskrá
Friðjón Sigurvinsson kom inn á fundinn klukkan 8:40.

1.Gamla íþróttahúsið á Dalvík

Málsnúmer 201110107Vakta málsnúmer

Gestir fundarins undir þess lið voru Guðmundur St. Jónsson forseti bæjarstjórnar, Kristján Hjartarson formaður bæjarráðs og Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri.

Góðar umræður urðu um verkaskiptingu á milli bæjarráðs/stjórnar og íþrótta- og æskulýðsráðs og hafa báðir aðilar vilja til meira samráðs.

Rætt var um gamla íþróttahúsið og afnot Golfklúbbsins Hamars en samningur þess efnis rennur út í vor svo og um aðgang Grjótglímufélagsins að húsnæðinu. 

Íþrótta- og æskulýðsráð felur bæjarstjóra, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fara í samningaviðræðum við Golfklúbbinn.

 

Gestirnir viku af fundi.

2.Skipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Gestur fundarins undir þessum lið var Þorsteinn Björnsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

 

Þorsteinn kynnti deiliskipulag fyrir skóla- og íþróttasvæði á Dalvík.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Þorsteini fyrir upplýsingarnar. Jafnframt óskar ráðið eftir að skoðað verði betur að  gera ráð fyrir annarri aðkomu að íþróttasvæðinu sunnan við aðalleikvang og að stefnt verði á að gervigrasvöllurinn og tvær hlaupabrautir verði upphitaðar. Íþrótta- og æskulýðsráð er sammála því að taka frá vel rúman byggingarreit fyrir yfirbyggðan völl en ef af byggingu verður hefur ráðið áhyggjur af áhrifum þess á skuggamyndun á sundlaugarsvæðinu og skert útsýni. 

 

Þorsteinn vék af fundi.

3.Reglur um notkun Íþróttamiðstöðvar aðra en íþróttastarfsemi

Málsnúmer 1106038Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að reglum um nýtingu á íþróttamiðstöðinni fyrir aðra starfsemi en íþróttaviðburði. Umræða varð um reglurnar og felur ráðið íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna reglurnar áfram á svipuðum nótum.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu.

4.Endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs

Málsnúmer 201201052Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tilllaga að endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs. Helstu breytingarnar eru að auglýst verði og úthlutað einu sinni á ári úr afreks- og styrktarsjóði og breytingar á vinnureglum við kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.Útleiga á húsnæði félagsmiðstöðvar í Víkurröst

Málsnúmer 201201054Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að reglum og gjaldskrá vegna útleigu á aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar í Víkurröst.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar með breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.Klifurveggur

Málsnúmer 201110039Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að samningum við Grjótglímufélagið, bæði samningur um styrkveitingu á árinu 2012 og afnotasamningur um húsnæði. Samningur um húsnæði þarf að taka mið af samningi við Golfklúbbinn Hamar, sbr. lið 1. Nokkur atriði þarfnast úrlausnar svo sem kostnaður við hita og rafmagn.

 

Íþrótta- og æskulýðsráðs heimilar Grjótglímufélaginu að hefja uppbyggingu á svæðinu og stefnir á að afgreiða samning á næsta fundi ráðsins.

7.Skólahreysti 2012 - Umsókn um styrk

Málsnúmer 201201046Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi styrkumsókn frá Icefitness ehf. vegna skólahreystis en kostnaðaráætlun vegna verkefnis er um 26.000.000 kr.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni en óskar Icefitness ehf. góðs gengis með þetta mikilvæga verkefni.

8.Niðurfelling á Húsaleigu á Rimum

Málsnúmer 201202006Vakta málsnúmer

Með fundarboði  fylgdi erindi frá Þorsteini Svörfuði þar sem óskað er eftir niðurfellingu á Húsaleigu að Rimum vegna bingó sem var 4. febrúar sl. en umsókn barst sveitarfélaginu fyrir þann tíma .

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að  fjáraflanir íþróttafélaga sveitarfélagsins aðrar en dansleikir, verði án endurgjalds í félagsheimilum sveitarfélagsins enda séu þær samfélagslega mikilvægar. Forsendur fyrir nýtingu á húsnæði, án endurgjalds eru að ekki falli auka kostnaður á sveitarfélagið og það útiloki ekki aðra leigu á húsnæðinu. Umsóknir þess efnis skulu sendar til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í tíma.

 

Við næstu samningsgerð við íþróttafélögin verður tekið á húsnæðisnýtingu, sér í lagi þeirra sem hafa ekki félagsaðstöðu.

 

Erindið frá Þorsteini Svörfuðu verður afgreitt miðað við þessa bókun.

 

9.Gjaldskrá vegna elli-og örorkulífeyrisþega í líkamsrækt Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201201071Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að breytingu á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar um afsláttarkjör fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að áfram verði í boði fyrir elli- og örorkulífeyrisþega að stunda sund án endurgjalds og að 40% afsláttur verði veittur  1, 3, 6 og árskortum í ræktina.

10.Önnur mál ÍÆ 2012

Málsnúmer 201201053Vakta málsnúmer

a) Íþrótta- og æskulýðsráð bauð Árna Jónsson, nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa velkominn til starfa.

 

b) Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kom fram með þá hugmynd að ráðið og embættismenn fari í kynnisferð í Skagafjörð til að skoða Hús frítímans.

 

Íþrótta- og æskulýðsráðs lýsir sig áhugasamt að fara í kynnisferð og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að koma með tillögu að dagsetningu.

 

 

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.