Niðurfelling á Húsaleigu á Rimum

Málsnúmer 201202006

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

Með fundarboði  fylgdi erindi frá Þorsteini Svörfuði þar sem óskað er eftir niðurfellingu á Húsaleigu að Rimum vegna bingó sem var 4. febrúar sl. en umsókn barst sveitarfélaginu fyrir þann tíma .

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að  fjáraflanir íþróttafélaga sveitarfélagsins aðrar en dansleikir, verði án endurgjalds í félagsheimilum sveitarfélagsins enda séu þær samfélagslega mikilvægar. Forsendur fyrir nýtingu á húsnæði, án endurgjalds eru að ekki falli auka kostnaður á sveitarfélagið og það útiloki ekki aðra leigu á húsnæðinu. Umsóknir þess efnis skulu sendar til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í tíma.

 

Við næstu samningsgerð við íþróttafélögin verður tekið á húsnæðisnýtingu, sér í lagi þeirra sem hafa ekki félagsaðstöðu.

 

Erindið frá Þorsteini Svörfuðu verður afgreitt miðað við þessa bókun.