Á fundi íþrótta-og æskulýðsráðs þann 11. október 2011 var tekið fyrir erindi, dagsett þann 4. október 2011, frá hópi sem hyggst stofna klifurfélag á Dalvík þar sem farið er yfir hugmyndir um uppbyggingu á klifuraðstöðu í Víkurröst. Óskað er eftir að fá að nota húsnæðið í Víkurröst, þ.e. áhorfendapallana til að byggja upp klifurvegg. Einnig er óskað eftir kr. 600.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð til innkaupa á timbri, krossvið og skrúfum en sótt hefur verið um styrki í aðra sjóði og verður öll vinna við uppbyggingu klifurveggjarins unnin í sjálfaboðavinnu.Íþrótta- og æskulýðsráði líst vel á hugmyndirnar en vísar styrkbeiðninni til umfjöllunar í bæjarráði að því gefnu að mögulegt verði að nota stigauppgönguna frá Frístund og upp í félagsmiðstöð fyrir klifurvegg.