Íþrótta- og æskulýðsráð

34. fundur 06. mars 2012 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Árni Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Klifurveggur

Málsnúmer 201110039Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samstarfssamningur við Grjótglímufélagið um uppbyggingu á klifuraðstöðu í Víkurröst. Grjótglímufélagið sér um alla uppbyggingu og hönnun á klifurvegg, fjáröflun og styrkumsóknir. Klifuraðstaðan verður í eigu Dalvíkurbyggðar sem gefur skóla, félagsmiðstöð, frístundaheimili og golfklúbb og íbúum möguleika á að nýta sér aðstöðuna. Grjótglímufélagið skuldbindur sig til að vera með opnun fyrir almenning a.m.k. 2 sinnum í mánuði yfir vetrartímann. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til afgreiðslu 

2.Styrkveitingar; almennar reglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201112049Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til umfjöllunar drög um almennar reglur um styrkveitingar í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð telur reglurnar of ítarlegar og  flóknar  en gerir ekki athugasemdir að öðru leiti.

3.Tilboð í leigu á Húsabakka

Málsnúmer 201112069Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fræðslu- og menningarmála lagði fram til kynningar leigusamning milli Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um félagsheimilið að Rimum.  Íþrótta- og æskulýðsráð telur samninginn koma of seint til ráðsins og lýsir mikilli óánægju með samninginn, sérstaklega er varðar leigutekjur og telur samninginn slæmt fordæmi. 

4.Samningur um gamla íþróttahúsið við Golfklúbbinn Hamar

Málsnúmer 201203013Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að afnotasamningi við Golfklúbbinn Hamar vegna inniaðstöðu í Víkurröst. Helstu atriði samnings eru þau að lagt er til að samningstími verði til 31. desember 2020. Golfklúbburinn mun taka að sér allt viðhald innanhús og Dalvíkurbyggð allt viðhald utanhús. Íþrótta og æskulýðsráð samþykkir afnotasamningin með breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Reglur um notkun Íþróttamiðstöðvar aðra en íþróttastarfsemi

Málsnúmer 1106038Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti áframhaldandi vinnu vegna reglna um notkun Íþróttamiðstöðvar aðra en íþróttastarfsemi. Helsta breytingin frá fyrri umræðu er gjaldskrá sem komin er inn í reglurnar. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Styrkumsókn vegna Jónsmóts

Málsnúmer 201203015Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti erindi frá mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur vegna Jónsmóts. Mótanefndin óskar eftir stuðningi við mótshald í sundlaug. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir, í ljósi sögunnar að verða við beiðninni að þessu sinni, en beinir því til mótsnefndar að gera ráð fyrir þessum kostnaði að ári.

7.Gjaldskrá vegna móta í íþróttahúsi

Málsnúmer 201110057Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti breytingar á gjaldskrá vegna móta íþróttafélaga sveitarfélagsins í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík. Helstu breytingar eru þær að skýra betur upp hvernig sé staðið að málum þegar íþróttafélag sveitarfélagsins halda mót utan Íþróttamiðstöðvar en vilja nýta sundlaugina. Íþrótta og æskulýðsráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarstjórn.

8.Reglur um niðurfellingu á leigu vegna fjáraflana

Málsnúmer 201203030Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti breytingar á reglum vegna niðurfellingu á leigu vegna fjáraflana. Helstu takmarkanir á niðurfellingu á leigu eru ef um dansleiki er að ræða, gistingu eða að atburðir standi yfir í meira en 3 klst. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti breytingar á reglum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

9.Önnur mál ÍÆ 2012

Málsnúmer 201201053Vakta málsnúmer

a) Upplýst var um fjárhagslega bráðabirgðaniðurstöðu málaflokksins  fyrir árið 2011. b) Ferð ráðsins í Skagafjörð verður 29. mars og verður fundað jafnhliða því. c) Rætt um úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði en úthlutað verður einu sinni á ári frá og með þessu ári. d) Tekið var fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Dalvík/Reyni vegna meistaraflokks þar sem óskað er eftir að leikmenn fái að nýta ræktina í íþróttamiðstöð án endurgjalds. Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar beiðninni en minnir á að Dalvíkurbyggð veitir 40% afslátt til iðkenda íþróttafélaga sem stunda æfingar undir leiðsögn þjálfara. e) Upplýst var um stöðu á vinnu við deiliskipulagið á íþróttasvæðinu. 

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jón Halldórsson Formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
  • Árni Jónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs