Skipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 221. fundur - 01.02.2012

Á fundinum voru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins ásamt greinargerð, sem unnar eru á Kollgátu, arkitektúr-hönnun.
&Undir þessum lið var mættur Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Ráðsmenn kynntu sér fyrirliggjandi gögn.

Umhverfisráð stefnir á að kynna fyrir íbúum Dalvíkurbyggðar umrætt deiliskipulag þar sem það tekur yfir nokkuð stórt svæði og tekur einnig til margra þátta sem eðlilegt er að kynna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Umhverfisráð bendir á að lýsingu vantar á skipulagsverkefninu, einnig voru gerðar nokkrar athugasemdir sem byggingarfulltrúi og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi munu koma á framfæri við hönnuði.

 

Árni vék af fundi

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

Gestur fundarins undir þessum lið var Þorsteinn Björnsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

 

Þorsteinn kynnti deiliskipulag fyrir skóla- og íþróttasvæði á Dalvík.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Þorsteini fyrir upplýsingarnar. Jafnframt óskar ráðið eftir að skoðað verði betur að  gera ráð fyrir annarri aðkomu að íþróttasvæðinu sunnan við aðalleikvang og að stefnt verði á að gervigrasvöllurinn og tvær hlaupabrautir verði upphitaðar. Íþrótta- og æskulýðsráð er sammála því að taka frá vel rúman byggingarreit fyrir yfirbyggðan völl en ef af byggingu verður hefur ráðið áhyggjur af áhrifum þess á skuggamyndun á sundlaugarsvæðinu og skert útsýni. 

 

Þorsteinn vék af fundi.

Umhverfisráð - 225. fundur - 04.04.2012

Opinn íbúafundur var var haldinn um þær hugmyndir sem eru upp um deiliskipulagið. Ýmsar hugmyndir komu fram og skoðaði ráðið þær. Fram kom að umferðartalning er í gangi núna í Svarfaðarbraut til þess að betur sé hægt að gera sér grein fyrir umferðarþunga sem fylgir starfsemi Íþróttamiðstöðvar.
Umhverfisráð felur byggingafulltrúa falið að fylgja eftir þeim hugmyndum fram komu og hvetur íþróttahreyfinguna að koma með fastmótaðar hugmyndir um nýtingu íþróttasvæðisins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 38. fundur - 11.09.2012

Undir þessum lið lýstu Friðjón Sigurvinsson og Magni Þór  Óskarsson yfir vanhæfi sínu.Tekið var til umfjöllunar erindi, dagsett 10. september 2012, frá Kristjáni Ólafssyni formanni  U. M. F. S. fyrir hönd stjórnar U.M.F.S þar sem kemur fram að stjórnin hefur yfirfarið drög að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið á Dalvík og er samþykk því skipulagi. Í bréfinu kemur fram að forgangur þeirra er að setja gervigras á æfingarsvæðið, austan aðalvallar, en jafnframt útbúa kastsvæði fyrir frjálsar íþróttir.Einnig var tekið fyrir bréf, dagsett 9. september 2012, frá þrýstihópi um gervigrasvöll á Dalvík.Mikil umræða var um forgangsröðun og stöðu frjálsra íþrótta, hlaupabrautir og lýðheilsumál.Íþrótta- og æskulýðsráð er jákvætt fyrir uppbyggingu gervigrasvallar enda komi slík framkvæmd ekki einungis knattspyrnuiðkendum til góða heldur öllum íbúum sveitarfélagsins þar sem tækifæri gefst að stunda hreyfingu á upphituðum velli.  Hins vegar minnir ráðið á að U.M.F.S er eigandi svæðisins og horfir ráðið því til að koma með styrk til félagsins sem hlutfall af kostnaði og beri félagið ábyrgð á að fjármagna verkefnið að fullu og rekstrarkostnaði í framhaldinu.Íþrótta- og æksulýðsráð óskar jafnframt eftir að bæjarráð boði ráðið og þrýstihópinn á fund sinn þar sem þessi hugmynd  sem og aðrar verða ræddar. Fyrir þann fund óskar ráðið eftir að þrýstihópurinn vinni grófa kostnaðaráætlun og skoði möguleika á styrkjum í samráði við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi.

Umhverfisráð - 235. fundur - 13.02.2013

Í vinnslu hefur verið deiliskipulag íþróttasvæðis á Dalvík. Leitað hefur verið umsagnar íþróttafélaganna um skipulag svæðisins. Fyrirliggjandi drög taka mið af þeim tillögum sem fram hafa komið frá þeim.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að kynna fyrir hönnuði breytingar á þeim drögum sem eru fyrirliggjandi.

Umhverfisráð - 236. fundur - 06.03.2013

Til umræðu er deiliskipulag íþróttasvæðis og er búið að færa inn þær breytingar sem til umræðu voru á síðasta fundi ráðsins.
Umhverfisráð samþykkir að boða til kynningarfundar þar sem íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verður gefinn kostur á að gera athugasemdir við þessi drög að deiliskipulagi íþróttasvæðis.

Umhverfisráð - 237. fundur - 10.04.2013

Fundað var með fulltrúum íþróttafélaga um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi. Á fundinum kom fram sú ósk að byggingarreitur verði afmarkaður fyrir knattspyrnuhús og fyrir svæðið við sundlaugarkar. Þar verði hugsað fyrir tilflutningi á rennibraut og pottum.


Umhverfisráð telur að ekki sé tímabært að setja inná fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi byggingarreit fyrir knattspyrnuhús. Að öðru leyti er stefnt að því að afgreiða deiliskipulagið og greinargerð á næsta fundi ráðsins.

Umhverfisráð - 238. fundur - 15.05.2013

Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu nú um tíma og hefur umhverfisráð fengið hagsmunaaðila að verkinu og auk íbúa.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla fullnægjandi gagna.

Umhverfisráð - 239. fundur - 05.06.2013

Samhlið vinnu við gerð deiliskipulags hefur verið unnið að nauðsynlegum breytingu á aðalskipulagi. Nú er bæði greinargerð og uppdráttur deiliskipulagsins tilbúin ásamt breytingum á aðalskipulagi.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um og að óskað verði eftir því við skipulagsstofnun að farið verði með breytingu á aðalskipulagi sem minni háttar breytingu.

Umhverfisráð - 241. fundur - 04.09.2013

Deiliskipulag íþróttasvæðis á Dalvík

Umhverfisráð samþykkir tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.