Umhverfisráð

239. fundur 05. júní 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Íþrótta/Tjaldsvæði breyting á aðalskipulagi 2013

Málsnúmer 201306005Vakta málsnúmer

Við vinnslu á deiliskipulagi svæðisins var ákveðið að fella út þrjár byggingarlóðir við Svarfaðarbraut. Við þessa breytingu er þörf á að breyta samþykktu aðaskipurlagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um og að óskað verði eftir því við skipulagsstofnun að farið verði með breytingu á aðalskipulagi sem minni háttar breytingu.

2.Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Samhlið vinnu við gerð deiliskipulags hefur verið unnið að nauðsynlegum breytingu á aðalskipulagi. Nú er bæði greinargerð og uppdráttur deiliskipulagsins tilbúin ásamt breytingum á aðalskipulagi.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um og að óskað verði eftir því við skipulagsstofnun að farið verði með breytingu á aðalskipulagi sem minni háttar breytingu.

3.Gullbringa breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2010-2020

Málsnúmer 201306010Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsett 10 maí 2013 telur skipulagsstofnun að breytinginn geti ekki fallið undir 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytinginn geti að mati stofnunarinnar haft mikil áhrif á einstaka aðila, íbúa og lóðarhafa í Laugahlíð. Fara þarf því með breytinguna samkvæmt 1. mr. 36. skipulagslaga.
Umhverfisráð samþykkir að fara þessa breytingu á aðalskipulagi samkvæmt tilmælum sem bárust frá skipulagsstofnun í framagreindu bréfi.Breyting á aðalskipulagi var auglýst þann 17. maí 2013, þar sem gögnin liggja til kynningar hjá byggingafulltrúa.  

4.Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201303083Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsett 10 maí 2013 telur skipulagsstofnun að breytinginn geti ekki fallið undir 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytinginn geti að mati stofnunarinnar haft mikil áhrif á einstaka aðila, íbúa og lóðarhafa í Laugahlíð. Fara þarf því með breytinguna samkvæmt 1. mr. 36. skipulagslaga.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um.

5.Dagur íslenskrar náttúru 2013

Málsnúmer 201305067Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu þar sem minnt er á dag íslenskrar náttúru þann 16 september 2013.
Umhverfisráð felur sviðs- og garðyrkjustjóra að gera drög að dagskrá. Sem haldin yrði í tilefni dags íslenskrar náttúru 16 september 2013.

6.Klængshóll, Skíðadal. Breytt notkun á mhl 08.

Málsnúmer 201306006Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Önnu Halldóru Hermannsdóttur kt. 240357-5509 og Jökuls Bergmann Þórarinssonar kt. 110876-3199 óskar Kristjá Eldjárn Hjartarsson kt. 100956-3309 eftir byggingarleyfi vegna breyttar notkuna á mhl 08 úr flatgryfju í aðstöðuhús

Umhverfisráð samþykkir erindið og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

 

 

 

 

7.Umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar á Ægisgötu 19, Árskógsandi.

Málsnúmer 201306012Vakta málsnúmer

Kristján Eldjárn Hjartarsson sækir um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á húsinu fyrir hönd eiganda Ægisgötu 19, Árskógströnd.
Umhverfisráð samþykkir erindið og veitir byggingarleyfi enda verði fullnægjandi byggingarnefndarteikningar lagðar fram.

8.Gjaldskrá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201306013Vakta málsnúmer

Til umræðu eru drög að gjaldskrá byggingarfulltrúa.
Á fundinum voru lagðar fram gjaldskrár byggingafulltrúa nokkura sveitafélaga.
Umhverfisráð felur byggingafulltrúa að útfæra frekar þau drög sem lögð voru fyrir fundinn.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Embættismaður
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs