Umhverfisráð

236. fundur 06. mars 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Börkur Þór Ottósson nýráðinn sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201303103Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins var mættur Börkur Þór, nýráðinn sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Umhverfisráð bauð Börk velkominn til starfa.

2.Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Til umræðu er deiliskipulag íþróttasvæðis og er búið að færa inn þær breytingar sem til umræðu voru á síðasta fundi ráðsins.
Umhverfisráð samþykkir að boða til kynningarfundar þar sem íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verður gefinn kostur á að gera athugasemdir við þessi drög að deiliskipulagi íþróttasvæðis.

3.Varðandi fasteignina nr. 31 við Sandskeið á Dalvík

Málsnúmer 201212035Vakta málsnúmer

Framhaldsumræðs frá 236. fundi ráðsins. Fyrir fundinum liggur álit lögfræðings sveitarfélagsins, sem er á þann veg að ljúka skuli gerð lóðaleigusamnings eins og samþykkt hafði verið.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðablöðum lóða við við Sandskeið austan Flæðavegar. Austurmörk lóðarinnar nr. 31 við Sandskeið verða eins og bæjarstjórn samþykkti  21. október 1986.

4.Umsókn um byggingarleyfi til að stækka kaffistofu og breyta útliti samkvæmt meðfylgjandi byggingarnefndarteikningu.

Málsnúmer 201303074Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 4. mars 2013, óskar Anton Örn Brynjarsson, verkfræðingur, eftir leyfi til að breyta Hafnarbraut 1, Dalvík, samkvæmt meðfylgjandi byggingarnefndarteikningum.
Umhverfisráð samþykkir erindið og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

5.Deiliskipulag í landi Gullbringu, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201303083Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 18. febrúar 2013, leggur Stefán Örn Stefánsson, arkitekt, fram deiliskipulagstillögu sem tekur til frístundasvæðis í landi Gullbringu, Svarfaðardal. Fram kemur að óskað er eftir því að uppdrátturinn verði lagður fyrir umhverfisráð og hljóti þá meðferð sem rétt er til samþykktar og síðar staðfestingar og auglýsingar deiliskipulagsins. Jafnframt er óskað eftir því að aðalskipulag Dalvíkurbyggðar verði breytt til samræmis við framangreinda ósk.

Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst samkvæmt reglum þar um og að óskað verði eftir því við skipulagsstofnun að farið verði með breytingu á aðalskipulagi sem minni háttar breytingu.

6.Lóðarsláttur, gjaldskrá 2013.

Málsnúmer 201303086Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri leggur til við umhverfisráð að gjaldskrá vegna garðsláttar verði breytt eins og fram kemur í starfsáætlun fyrir árið 2013. Um er að ræða um 12% hækkun á gjaldinu.
Umhverfisráð leggur það til við bæjarstjórn að framangreind gjaldskrá verði staðfest.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs