Umhverfisráð

237. fundur 10. apríl 2013 kl. 16:15 - 17:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Ásrún Ingvadóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Samráðsfundur Skiplagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201303149Vakta málsnúmer

Fundurinn er hugsaður sem samráðsvettvangur Skipulagsstofnunar við þá sem vinna að skipulagsmálum í sveitarfélögunum og er markhópurinn því kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eða skipulagsnefndum, sérfræðingar í skipulagsmálum og framkvæmdastjórar sveitarfélaga. Kynntar verða ýmsar þýðingarmiklar laga- og reglugerðarbreytingar auk þess sem fjöldi áhugaverðra erinda eru á dagskrá fundarins.
Lagt fram til kynningar.

2.Svæðisskipulag, lýsing 2011 - 2023.

Málsnúmer 201111083Vakta málsnúmer

Fundargerð Samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Um er að ræða 31. fund nefndarinnar, sem haldinn var 7. mars 2013 kl. 12:00: dagskrá var:
1. Afgreiðsla athugasemda sveitarfélaganna við tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024.
2. Afgreiðsla á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 - 2024 til Skipulagsstofnunar.
3. Drög að tillögu að Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 - 2024, send til umsagnar svæðisskipulagsnefndar með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gögn á heimasíðu Hörgársveitar.
Umhverfisráð staðfestir farangreinda fundargerð.

3.Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Fundað var með fulltrúum íþróttafélaga um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi. Á fundinum kom fram sú ósk að byggingarreitur verði afmarkaður fyrir knattspyrnuhús og fyrir svæðið við sundlaugarkar. Þar verði hugsað fyrir tilflutningi á rennibraut og pottum.


Umhverfisráð telur að ekki sé tímabært að setja inná fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi byggingarreit fyrir knattspyrnuhús. Að öðru leyti er stefnt að því að afgreiða deiliskipulagið og greinargerð á næsta fundi ráðsins.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir skýli við suðurhlið hússins

Málsnúmer 201304020Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Jóns Halldórssonar kt. 240941-4659 eiganda Hjarðarslóðar 3d, Dalvíkurbyggð fastanúmer. 215-4925 er hér með sótt um eftirfarandi. Byggingarleyfi fyrir skýli við suðurhlið íbúðarinnar ásamt sólpalli samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Framkvæmdin er sambærileg og gert hefur verið á íbúðunum beggja megin við og sótt er um þessa framkvæmd með vitneskju og samþykki þeirra eigenda.
Umhverfisráð samþykkir framangeinda teikningar og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

5.Umsókn um byggingarleyfifyrir yfirbyggingu á tröppum á norðurhlið hússins og fl.

Málsnúmer 201304022Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Bjørns Eiriks Marcussonar Knt. 100150-2479 eigenda Karlsbrautar 12, Dalvíkurbyggð fastanr. 215-4981 er hér með sótt um eftirfarandi. Byggingarleyfi fyrir yfirbyggingu á tröppum á norðurhlið hússins ásamt endurbyggingu og smávægilegri stækkun bílgeymslu mhl 02 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir farangreindar teikningar og framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.
Ásrún Ingvadóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessu máli.
 

Fundi slitið - kl. 17:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Varamaður
  • Ásrún Ingvadóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs