Umhverfisráð

221. fundur 01. febrúar 2012 kl. 08:15 - 11:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Skipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Á fundinum voru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins ásamt greinargerð, sem unnar eru á Kollgátu, arkitektúr-hönnun.
&Undir þessum lið var mættur Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Ráðsmenn kynntu sér fyrirliggjandi gögn.

Umhverfisráð stefnir á að kynna fyrir íbúum Dalvíkurbyggðar umrætt deiliskipulag þar sem það tekur yfir nokkuð stórt svæði og tekur einnig til margra þátta sem eðlilegt er að kynna fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Umhverfisráð bendir á að lýsingu vantar á skipulagsverkefninu, einnig voru gerðar nokkrar athugasemdir sem byggingarfulltrúi og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi munu koma á framfæri við hönnuði.

 

Árni vék af fundi

2.Deiliskipulag Ytra-Holti.

Málsnúmer 201201042Vakta málsnúmer

Umrædd deiliskipulagstillaga var auglýst í lögbirtingarblaðinu, Morgunblaðinu og tveimur bæjarblöðum auk þessa á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þar sem gögn um málið var opið öllum sem kynna vildu sér málið.
Umsagnir hafa borist frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Umhverfisstofnun. Í þeim eru ábendingar um ýmis atriði sem tekið hefur verið tillit til við gerð skipulagsins.

Umhverfisráð samþykkir að leggja það til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og staðfestingar.

3.Samningsdrög um orkumælar

Málsnúmer 1107001Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að samningi um mælaleigu, þjónustu og notkunarmælingar orkusölumæla. Hitaveita Dalvíkur leigir orkusölumæla, tæki til aflestrar á þeim svo og kaupir þjónustu við umbreytingu aflestra til innsetningar í reikningakerfi hitaveitunnar. Verksali ber ábyrgð á og tryggir að orkumælarnir uppfylli lög og reglugerðir um mælitæki á hverjum tíma. Ekki er reiknað með að um kostnaðaraukningu verði að ræða fyrir viðskiptavini Hitaveitu Dalvíkur vegna þessa samnings.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að meðfylgjandi samningur verði samþykktur.

4.Landsskipulagsstefna 2012-2024

Málsnúmer 201111013Vakta málsnúmer

Í bréf frá 25. október 2011 kemur fram að umhverfisráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að vinna tillögu að landsskipulagsstefnu fyrir 2012 - 2024. Þar er einnig boðið að þeir sem áhuga á hafi samband við landskipulag@skipulagsstofnun.is fyrir 15. nóvember 2011.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Moltu; Ný gjaldskrá vegna móttöku lífræns úrgangs

Málsnúmer 201201004Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 30. desember 2011 tilkynnir Molta ehf hækkun á gjaldskrá og segir í framangreindu bréfi að þær séu tilkomnar vegna hækkunar á aðföngum og almennum verðlagsbreytingum.
Lagt fram til kynningar

6.Frá Flokkun Eyjafjarðar; Gjald Flokkunar fyrir árið 2012

Málsnúmer 201201019Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 6. janúar 2012 kemur fram að á fundi í stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf þann 20. desember 2011 ákvað hún að leggja þjónustugjald fyrir árið 2012,á sveitafélög innan Flokkunar, að fjárhæð kr.750 kr/íbúa. Helming af þjónustugjaldinu skildi innheimta strax í janúar og er fjárhæð þess m.VSK er kr. 922.425,-.
Umhverfisráð gerði ekki ráð fyrir þessu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir ári 2012, því þrátt fyrir fyrirspurnir um hugsanlega gjaldtöku sem þessa þá bárust engin svör. Umhverfisráð óskar því eftir aukafjárveitingu vegna þessa gjalds fyrir árið 2012 að fjárhæð kr. 1.844.850,-.

7.Frá bæjarráði; Styrkveitingar; almennar reglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201112049Vakta málsnúmer

Markmið með þessum almennum reglum er að samræma styrkveitingar á vegum Dalvíkurbyggðar og stuðla að faglegri afgreiðslu þeirra.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlög drög að reglum um styrkveitingar.

8.Frá Umferðarstofu; Hreinsun á snjó af samgönguæðum

Málsnúmer 201201023Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 9. janúar 2012 vekur Umferðastofa athygli á því að það hafi snjóað óvenjumikið hér á landi og þá skipti það máli að hreinsa snjó af samgönguæðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Gunnari Jónssyni;Stofnun lóðar og skipting lands

Málsnúmer 201112025Vakta málsnúmer

Sótt er um stofnun lóðar úr landi Brekku Svarfaðardal.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að umrædd lóð verði tekin úr landi Brekku, Svarfaðardal, enda er þetta í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020.

10.Selá,stofnun lóðar undir núverandi hús.Sjá má í Gopro 2008100004

Málsnúmer 201201061Vakta málsnúmer

Sótt er um stofnun lóðar úr landi Selár, Árskógsströnd.
&Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að umrædd lóð verði tekin úr landi Selár, Árskógsströnd, enda er þetta í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020.

11.Umsókn um að reisa 47,2 m2 sumarhús á lóð B6 við Hamar

Málsnúmer 1108014Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Davíðs Stefánssonar leggur Börkur þór Ottósson, byggingarfræðingur fram breyttar byggingarnefndarteikningar af sumarhúsi á framangreindri lóð, meðfylgjandi er skráningartafla.
Erindið samþykkt og framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs