Málsnúmer 201302002Vakta málsnúmer
Með bréfi sem dagsett er 29. janúar 2013, tíundar Vegagerðin mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga við lagabreytingu um skilgreiningu þjóðvega sem breytt var með vegalögum 80/2007. Þar var skilgreiningu þjóðvega breytt þannig að vegir, sem áður skilgreindust á forræði ríkisins, skilgreinast nú sem stofnvegir í þéttbýli og þar með á forræði viðkomandi sveitarfélags. Á fundum Vegagerðin hélt með Sambandi íslenskra sveitarfélaga á tímabilinu febrúar til maí 2009 kom fram að Vegagerðin mundi skila þessum vegum í "viðunandi ástandi" í samráði við sveitarfélögin. Í Dalvíkurbyggð fellur hluti af Hauganesvegi undir þessa skilgreiningu og er hér ítrekað könnuð afstaða sveitarfélagsins til þess hvort tiltekinn vegur sé í "viðunandi ástandi".