Umhverfisráð

235. fundur 13. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Garðyrkjustjóri, ársskýrsla 2012

Málsnúmer 201210073Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var mættur garðyrkjustjóri og flutti ráðsmönnum ársskýrslu 2012.
Ársskýrslan var lögð fram til kynningar. Fram kom ósk um að garyrkjustjóri komi á fund ráðsins nú í vor er snjóa leysir.

2.Starfslýsing garðyrkjustjóra

Málsnúmer 201301076Vakta málsnúmer

Umhverfisráð fékk til umsagnar starfslýsingu garðyrkjustjóra.
Umhverfisráð gerði eina athugasemd sem er í 8. lið, bætti við umhverfisráði í upptalningu, en annars eru ekki gerðar athugasemdir við starfslýsingu garðyrkjustjóra.

3.Erindisbréf ráða, drög

Málsnúmer 201302046Vakta málsnúmer

Umhverfisráð fékk til umsagnar erindisbréf umhverfisráðs. Um er að ræða aðlögun erindisbréfsins að nýrri bæjarmálasamþykkt.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirlyggjandi drög.

4.Deiliskipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Í vinnslu hefur verið deiliskipulag íþróttasvæðis á Dalvík. Leitað hefur verið umsagnar íþróttafélaganna um skipulag svæðisins. Fyrirliggjandi drög taka mið af þeim tillögum sem fram hafa komið frá þeim.
Umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að kynna fyrir hönnuði breytingar á þeim drögum sem eru fyrirliggjandi.

5.Aðalskipulagstillaga til umsagnar

Málsnúmer 201301096Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem sendur var 25. janúar 2013, er sent til umsagnar drög að tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 20. febrúar 2013, ef kostur er á.

Umhverfisráð gerir athugasemd við að reiðleiðir á mörkum sveitafélagana liggja ekki saman.

6.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201302010Vakta málsnúmer

Laðar eru fram raunteikningar ásamt skráningartöflu, sem unnar eru af Berki Þór Ottóssyni, byggingarfræðingi. Óskað er einnig eftir því að sameina fastanúmer 215-5231 og 215-5232 undir númerinu 215-5231. Einnig kemur ósk um breytingu á svölum, minniháttar breytingu innanhúss og gerð á sólpalli við suðurhlið hússins.
Umhverfisráð samþykkir framlagða byggingarnefndarteikningu og er framkvæmda- og byggingarleyfi veitt.

7.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201302002Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 29. janúar 2013, tíundar Vegagerðin mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga við lagabreytingu um skilgreiningu þjóðvega sem breytt var með vegalögum 80/2007. Þar var skilgreiningu þjóðvega breytt þannig að vegir, sem áður skilgreindust á forræði ríkisins, skilgreinast nú sem stofnvegir í þéttbýli og þar með á forræði viðkomandi sveitarfélags. Á fundum Vegagerðin hélt með Sambandi íslenskra sveitarfélaga á tímabilinu febrúar til maí 2009 kom fram að Vegagerðin mundi skila þessum vegum í "viðunandi ástandi" í samráði við sveitarfélögin. Í Dalvíkurbyggð fellur hluti af Hauganesvegi undir þessa skilgreiningu og er hér ítrekað könnuð afstaða sveitarfélagsins til þess hvort tiltekinn vegur sé í "viðunandi ástandi".

Umrætt erindi var tekið fyrir á 230. fundi ráðsins og fygir hér bréf frá 31. október 2012 sem sent var til Vegagerðar ríkisins þar sem afstaða Dalvíkurbyggðar kemur fram með skýrum hætti til fyrirliggjandi erindis.

Á 230. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 19. sept sl., var tekið fyrir neðangreint erindi.

Með bréfi frá 15. ágúst 2012 frá Vegagerð ríkisins kemur fram að með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu þjóðvega breytt. Með tilvísun til ofangreindra laga er hluti Hauganesvegar samanber meðfylgjandi loftmynd. Gefinn er kostur til að koma með athugasemd við þessa ákvörðun fyrir 1. desember 2012.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við þessa ákvörðun.

Á 240. fundi Bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19. sept. sl., var ofangreind bókun tekin fyrir og samþykkt.

Þetta tilkynnist hér með.

Virðingarfyllst,

f.h. Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar

8.Varðandi fasteignina nr. 31 við Sandskeið á Dalvík

Málsnúmer 201212035Vakta málsnúmer

Sjá 234. fund umhverfisráðs. Byggingarfulltrúi kynnti mun á þeim samningi um lóð sem er ófrágenginn og núverandi lóðarsamning.
Umhverfisráð samþykkir að kanna hver er réttur lóðarhafa vegna ófrágengis lóðarsamnings vegna framangreindrar lóðar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Haukur Gunnarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Daði Njörður Jónsson Aðalmaður
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Ingvar Kristinsson Starfsmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs