Með bréfi sem dagsett er 29. janúar 2013, tíundar Vegagerðin mótmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga við lagabreytingu um skilgreiningu þjóðvega sem breytt var með vegalögum 80/2007. Þar var skilgreiningu þjóðvega breytt þannig að vegir, sem áður skilgreindust á forræði ríkisins, skilgreinast nú sem stofnvegir í þéttbýli og þar með á forræði viðkomandi sveitarfélags. Á fundum Vegagerðin hélt með Sambandi íslenskra sveitarfélaga á tímabilinu febrúar til maí 2009 kom fram að Vegagerðin mundi skila þessum vegum í "viðunandi ástandi" í samráði við sveitarfélögin. Í Dalvíkurbyggð fellur hluti af Hauganesvegi undir þessa skilgreiningu og er hér ítrekað könnuð afstaða sveitarfélagsins til þess hvort tiltekinn vegur sé í "viðunandi ástandi".
Umrætt erindi var tekið fyrir á 230. fundi ráðsins og fygir hér bréf frá 31. október 2012 sem sent var til Vegagerðar ríkisins þar sem afstaða Dalvíkurbyggðar kemur fram með skýrum hætti til fyrirliggjandi erindis.
Á 230. fundi Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 19. sept sl., var tekið fyrir neðangreint erindi.
Með bréfi frá 15. ágúst 2012 frá Vegagerð ríkisins kemur fram að með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu þjóðvega breytt. Með tilvísun til ofangreindra laga er hluti Hauganesvegar samanber meðfylgjandi loftmynd. Gefinn er kostur til að koma með athugasemd við þessa ákvörðun fyrir 1. desember 2012.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við þessa ákvörðun.
Á 240. fundi Bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19. sept. sl., var ofangreind bókun tekin fyrir og samþykkt.
Þetta tilkynnist hér með.
Virðingarfyllst,
f.h. Umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar