Umhverfisráð

225. fundur 04. apríl 2012 kl. 08:00 - 09:45 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Umsón um lækkun byggialeyfisgjalda

Málsnúmer 201111043Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 8. nóvember 2011 óskar Davíð Stefánsson eftir að álagt byggingarleyfisgjald taki mið að stærð hússins. Til vara er óskað að gjaldið verði lækkað þannig að það taki mið að 70 m2 húsi.
Við yfirferð á útreikningi á byggingarleyfisgjaldi umsækjanda kom í ljós villa í útreikningi og hefur hún verið leiðrétt og er rétt gjald um kr, 779.000,-.

Eftir þessa leiðréttingu þá telur umhverfisráð að umsækjandi greiði gjaldið samkvæmt gjaldskrá.

2.Ósk um malartöku á eyrum Skíðadalsár

Málsnúmer 201203145Vakta málsnúmer

Jóhann Ólafsson óskar leyfis til efnistöku á eyrum Skíðadalsár í landi Ytra-Hvarfs. Um er að ræða allt að 20.000 m3 sem verða teknir á svæði sem merkt er á korti sem fylgi umsókninni. Gert er einnig ráð fyrir því að efnistakan fari fram um 100 m frá ánni og verður vinnsla efnis einungis utan veiðitíma. Umsækjandi leggur fram einnig umsögn Veiðfélags Svarfaðardálsár sem samþykkir hana fyrir sitt leyti.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina með þeim skilyrðum sem fram koma í umsókninni en vill taka það fram að um umrædd efnistaka er ofan vatnsbóla og ber því að nota því að haga vinnu í samræmi við aðstæður. Vakin er sérstök athygli á því að ekki verði olíulek tæki notuð til vinnunnar og þau aldrei geymd, utan vinnutíma, ofan vatnsbóla.

3.Skipulag íþróttasvæðis

Málsnúmer 201110056Vakta málsnúmer

Opinn íbúafundur var var haldinn um þær hugmyndir sem eru upp um deiliskipulagið. Ýmsar hugmyndir komu fram og skoðaði ráðið þær. Fram kom að umferðartalning er í gangi núna í Svarfaðarbraut til þess að betur sé hægt að gera sér grein fyrir umferðarþunga sem fylgir starfsemi Íþróttamiðstöðvar.
Umhverfisráð felur byggingafulltrúa falið að fylgja eftir þeim hugmyndum fram komu og hvetur íþróttahreyfinguna að koma með fastmótaðar hugmyndir um nýtingu íþróttasvæðisins.

4.Brekkusel - beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201203147Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 29. mars 2012 óskar Sýslumaðurinn á Akureyri eftir umsögn á umsókn Óskars Óskarssonar f.h. Skíðafélags Dalvíkur um rekstur á gistiskála að Brekkuseli undir nafninu Brekkusel. Um er að ræða rekstrarleyfi samkvæmt gististaðaflokki III.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við að framangreint leyfi verði veitt að uppfylltum ákvæðum reglugerða.

Björgvin Hjörleifsson vék af fundi við afgreiðslu á þessu máli.

5.Lagning raflínu í jörð

Málsnúmer 201203148Vakta málsnúmer

Með bréfi, sem dagsett er 23. mars 2012, frá Iðnaðarráðuneytinu að samþykkt hefur verið á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að fela iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð. Með bréfinu eru hagsmunaaðilar hvattir til að senda athugasemdir og ábendingar til nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarbraut 7, 230-5327. Álagning fasteignagjalda

Málsnúmer 201203085Vakta málsnúmer

Í bréfi, sem dagsett er 15. mars 2012 óskar, Guðlaug Kristinsdóttir f.h. GBess, niðurfellingu á vatns- og fráveitugjaldi sem lagt hefur verið á húseignina. Auk þess er bent á að um geymsluhúsnæði er að ræða en ekki iðnaðarhúsnæði.
Með vísan til laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 6. gr. en þar stendur "Heimilt er að heimta vatnsgjald af öllum fasteignum er vatns geta notið og má gjaldið nema allt að 0,5 hundraðshlutum af fasteignagjaldi". Einnig kemur fram í lögum um fráveitur nr. 9/2009 14. gr. "Heimilt er að innheimta fráveitugjald af öllum fasteignum sem tengdar eru eða munu tengjast fráveitu sveitarfélags."

Allt húsnæði sem ekki er notað til íbúðar, eða er staðsett á lögbýlum eða er stofnun sveitarfélags eða ríkis er flokkað í skattflokk C.

Að framansögðu er ekki hægt að verða við erindinu.

7.Götulýsing Dalvíkur

Málsnúmer 201204005Vakta málsnúmer

Á fundinum var kynnt lokaverkefni í lýsingarhönnun sem fjórir nemar við Tækniskólann höfðu unnið. Verkefnið er ítarlegt og tekur til margra ólíkra þætta sem þarf að hafa í huga þegar kemur að lýsingu umhverfis okkar. Tillögur eru gerðar um ýmsa þætti sem betur mætti fara og vert er að hafa í huga þegar endurnýja þarf útilýsingu í sveitarfélaginu. Hluti að verkefninu var að kynna það fyrir forráðamönnum sveitarfélagsins og var það gert 22. mars sl.
Umhverfisráð vill þakka nemunum fyrir greinargóða og vel útfæðar tillögur og leggur til að þær verði kynntar fyrir bæjarbúum á opnum fundi við fyrsta tækifæri.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs