Fjárhagsáætlun 2015; Frá Gólfklúbbnum Hamar; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:57 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, um mögulega nýja staðsetningu á nýjum golfvelli GHD. Fram kemur að verið er að vinna að grófri kostnaðaráætlun varðandi nýjan golfvöll á Dalvík og aðra áætlun um það hvað þyrfti að gera fyrir Arnarholtsvöll svo hann kæmist í gott ástand. Klúbburinn óskar því eftir að taka upp frekari umræður við nýtt byggðarráð Dalvíkurbyggðar þegar þau gögn liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að verða við beiðni klúbbsins um frekari viðræður en bendir á að samkvæmt tímaramma við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 þá þarf öll ákvarðanataka byggðarráðs að liggja fyrir í síðasta lagi 9. október n.k.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Guðmundur St. Jónsson vék af sameiginlegum fundi undir þessum lið kl. 8:58 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, um mögulega nýja staðsetningu á nýjum golfvelli GHD. Fram kemur að verið er að vinna að grófri kostnaðaráætlun varðandi nýjan golfvöll á Dalvík og aðra áætlun um það hvað þyrfti að gera fyrir Arnarholtsvöll svo hann kæmist í gott ástand. Klúbburinn óskar því eftir að taka upp frekari umræður við nýtt byggðarráð Dalvíkurbyggðar þegar þau gögn liggja fyrir.

Byggðarráð hafði vísað ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að formaður byggðarráðs, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundi með forsvarsmönnum Golfklúbbsins Hamars og óski eftir nánari upplýsingum um kostnað vegna framkvæmda og reksturs.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 8:58 vegna vanhæfis.

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:57 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, um mögulega nýja staðsetningu á nýjum golfvelli GHD. Fram kemur að verið er að vinna að grófri kostnaðaráætlun varðandi nýjan golfvöll á Dalvík og aðra áætlun um það hvað þyrfti að gera fyrir Arnarholtsvöll svo hann kæmist í gott ástand. Klúbburinn óskar því eftir að taka upp frekari umræður við nýtt byggðarráð Dalvíkurbyggðar þegar þau gögn liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að verða við beiðni klúbbsins um frekari viðræður en bendir á að samkvæmt tímaramma við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 þá þarf öll ákvarðanataka byggðarráðs að liggja fyrir í síðasta lagi 9. október n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að formaður byggðarráðs, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundi með forsvarsmönnum Golfklúbbsins Hamars og óskar eftir nánari upplýsingum um kostnað vegna framkvæmda og reksturs.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 61. fundur - 07.10.2014

Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður byggðaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GHD 1. október sl. Á þeim fundi lögðu fulltrúar GHD fram greinagerð um stöðuna í dag og hvað sé hægt að gera varðandi uppbyggingu á golfvallarsvæði á Dalvík. Hægt er að byggja nýjan völl og er áætlaður kostnaður við byggingu nýs vallar um 100 milljónir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Einnig er hægt að fara í að byggja upp golfvöllinn sem er nú til staðar og er gert ráð fyrir að kostnaður við heildaruppbyggingu á sama stað verði álíka mikill og alltaf hætta að áin skemmi áfram neðra svæðið.

Dæmi um kosti við nýja staðsetningu er nálægð við byggð og því hægt að labba á svæðið úr bænum, nálægð við tjaldsvæði og aðra gistingu fyrir ferðamenn. Möguleikar á að gera heildrænt útivistarsvæði samhliða nýjum golfvelli.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur eðlilegt að kannaður verði til hlýtar kostnað og hagkvæmni við að færa völlinn. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar. Telji umhverfisráð staðsetningu geta komið til greina, leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að GHD verði styrkt um allt að 1.500.000 til frekari úttektar og hönnunar á svæðinu árið 2015, með það í huga að kanna hvort uppbygging á þessu svæði sé raunhæfur kostur. Að því loknu mun verða haldinn íbúafundur.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 8:58 vegna vanhæfis.

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður byggðaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GHD 1. október sl. Á þeim fundi lögðu fulltrúar GHD fram greinagerð um stöðuna í dag og hvað sé hægt að gera varðandi uppbyggingu á golfvallarsvæði á Dalvík. Hægt er að byggja nýjan völl og er áætlaður kostnaður við byggingu nýs vallar um 100 milljónir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Einnig er hægt að fara í að byggja upp golfvöllinn sem er nú til staðar og er gert ráð fyrir að kostnaður við heildaruppbyggingu á sama stað verði álíka mikill og alltaf hætta að áin skemmi áfram neðra svæðið.

Dæmi um kosti við nýja staðsetningu er nálægð við byggð og því hægt að labba á svæðið úr bænum, nálægð við tjaldsvæði og aðra gistingu fyrir ferðamenn. Möguleikar á að gera heildrænt útivistarsvæði samhliða nýjum golfvelli.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur eðlilegt að kannaður verði til hlýtar kostnað og hagkvæmni við að færa völlinn. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar. Telji umhverfisráð staðsetningu geta komið til greina, leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að GHD verði styrkt um allt að 1.500.000 til frekari úttektar og hönnunar á svæðinu árið 2015, með það í huga að kanna hvort uppbygging á þessu svæði sé raunhæfur kostur. Að því loknu mun verða haldinn íbúafundur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum þá tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs að gera ráð fyrir 1,5 m.kr. í fjárhagsáætlun 2015 með þeim fyrirvara að umhverfisráð á eftir að fjalla um málið sem og með því skilyrði að báðir valkostir verði skoðaðir, þ.e. uppbygging á núverandi golfvelli og ný staðsetning þannig að báðir valkostir verði vegnir og metnir.

Byggðarráð samþykkir einnig samhljóða með 2 atkvæðum að sveitarfélagið áskilur sér þann rétt að koma að vali á aðila sem fenginn verður í úttekt og hönnun á svæðunum.

Umhverfisráð - 257. fundur - 07.11.2014

Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar.
Fulltrúar frá golfklúbbnum mæta á fundinn kl 10:30
Umhverfisráð þakkar þeim Gísla og Heiðari Davíð fyrir greinargóða yfirferð á verkefninu.
Ráðið bendir á að í reglum um fólkvang í Böggvisstaðafjalli segir í 6. gr að óheimilt sé að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir, komi til þess skulu liggja fyrir umsagnir samkvæmt 9. gr. sömu reglna.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að jarðvegskannanir verði framkvæmdar á svæðinu.
Á fundinn mættu Gísli Bjarnason og Heiðar Davíð Bragason fyrir hönd golfklúbbsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 73. fundur - 01.12.2015

Til kynningar fundur sem haldinn var af GHD með hagsmunaaðilum vegna vinnu við kostnaðarmat á byggingu á nýjum golfvelli.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 75. fundur - 02.02.2016

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti skýrslu vegna möguleika á nýjum golfvelli sem unnin var af Edwin Roald.

Byggðaráð - 768. fundur - 18.02.2016

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:40.



Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 10. febrúar 2016, er varðar ósk Golfklúbbsins Hamars um við ræður við Dalvíkurbyggð um framtíð golfvallamála í Dalvíkurbyggð.



Fram kemur að nú í byrjun ársins 2016 kom út skýrsla þar sem bornir eru saman möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu golfvallar í Arnarholti, Svarfaðardal, á móti þeim möguleika að ráðast í byggingu nýs golfvallar í fólkvangi Dalvíkurbyggðar út frá skíðaskálanum Brekkuseli. Skýrslan var unnin af Edwin Roald, golfvallahönnuði.



Golfklúbburinn Hamar óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að ræða helstu niðurstöður skýrslunnar og hver séu næstu skref í golfvallamálum félagsins.



Fram kemur einnig að félagið telur æskilegt að þessi fundur verði haldinn sem fyrst og í framhaldi verði skýrslan gerð opinber.



Fram kom á fundi byggðaráðs að umbeðinn fundur var haldinn kl. 17:30 mánudaginn 15. febrúar s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila að ofangreind skýrsla verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins að ósk Golfklúbbsins. Vísað til upplýsingafulltrúa.



Íþrótta- og æskulýðsráð - 82. fundur - 04.10.2016

Rætt um kynningarfund sem haldinn var af Golfklúbbnum 15. september 2016 og næstu skref sem þarf að taka.

íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Golfklúbbnum fyrir fundinn og þeirra vinnu við undirbúning á þessu verkefni.

íþrótta- og æskulýðsráð mun á næsta fundi ráðsins leggja til með hvaða hætti næstu skref verða tekin.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 83. fundur - 01.11.2016

íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að leggja til með hvaða hætti næstu skref verða tekin á þessum fundi.



Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög.

Byggðaráð hefur samþykkt að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að í slíkri könnun verði hugur íbúa kannaður varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins, s.s. golfvöllur, göngustígar, skíðagöngubraut og reiðleiðir.