Íþrótta- og æskulýðsráð

73. fundur 01. desember 2015 kl. 08:15 - 10:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201510133Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sátu því einnig Jóhannes Tryggvi Jónsson og Valdemar Þór Viðarsson.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar, að því loknu fór fram leynileg kosning.



Eftirfarandi tilnefningar bárust:

Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar



Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2015.



Kjörinu verður lýst þriðjudaginn 5. janúar 2016 kl. 16:00 í Bergi.

2.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2015

Málsnúmer 201511060Vakta málsnúmer

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2015. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi ráðsins 5. janúar næstkomandi.

a) Agnes Fjóla Flosadóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.

b) Hjörleifur H Sveinbjarnarson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Hjörleif um 50.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

c) Amalía Nanna Júlíusdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð telur umsóknina ekki falla að reglum sjóðsins og hafnar erindinu.

d) Viktor Hugi Júlíusson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Viktor Huga um 60.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

e) Helgi Halldórsson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Helga um 100.0000 kr. og vísar því á lið 06-80.

f) Arnór Snær Guðmundsson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Arnór Snæ um 120.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

g) Ólöf María Einarsdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ólöfu Maríu um 120.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

h) Guðni Berg Einarsson

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðna Berg um 60.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

i) Amanda Guðrún Bjarnadóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um 60.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

j) Guðfinna Eir Þorleifsdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðfinnu Eir um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

k) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Snædísi Ósk um 80.000 kr. og vísar því á lið 06-80.

l) Bríet Brá Bjarnadóttir

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Bríeti Brá um 100.000 kr. og vísar því á lið 06-80.



m) Sundfélagið Rán

Ferðakostnaður á mót félaga fellur undir styrktarsamning við íþróttafélögin. Erindi hafnað.



o)Barna- og unglingaráð UMFS, Golklúbburinn Hamar, Skíðafélag Dalvíkur og Hestamannafélagið Hringur sækja um styrk til að halda úti Fræðsluakademíu fyrir ungt íþróttafólk í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja verkefnið um 450.000 kr. og vísar því á lið 06-80 með því skilyrði að öllum íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð verði boðin þáttaka í verkefninu.

3.Uppsögn á starfi sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201511012Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að íþrótta- og æskulýðsmálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.

4.Fjárhagsáætlun 2015; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Til kynningar fundur sem haldinn var af GHD með hagsmunaaðilum vegna vinnu við kostnaðarmat á byggingu á nýjum golfvelli.

5.Stuðningur við Snorraverkefnið 2016

Málsnúmer 201511052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dagsett þann 30. október 2015 þar sem þess er óskað að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að leggja Snorraverkefninu 2016 lið með því að:

1) leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi;

2) styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir þriggja vikna tímabil sem hefst í lok júní 2016; eða

3) styrkja verkefnið með smærra fjárframlagi, með eða án starfsþjálfunar.



Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri á að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.



Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.

6.Ljósbekkur í íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201511121Vakta málsnúmer

Rætt var um það hvort það væri eðlilegt að íþróttamiðstöð Dálvíkurbyggðar bjóði upp á ljósabekk. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að stefnt skuli að því að ljósbekkurinn verði fjarlægður fyrir lok árs 2016. Í millitíðinni er íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að koma með hugmyndir fyrir notkun á rýminu sem losnar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi