Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sátu því einnig Jóhannes Tryggvi Jónsson og Valdemar Þór Viðarsson.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar, að því loknu fór fram leynileg kosning.
Eftirfarandi tilnefningar bárust:
Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán
Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2015.
Kjörinu verður lýst þriðjudaginn 5. janúar 2016 kl. 16:00 í Bergi.
Einnig samþykkir íþrótta- og æskuýðsráð að óska eftir uppástungum frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð um heiðursviðurkenningu ráðsins.