Íþrótta- og æskulýðsráð

72. fundur 03. nóvember 2015 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Íris Hauksdóttir boðaði forföll.

1.Framtíðarrekstur Tjaldsvæða í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201510011Vakta málsnúmer

Byggðaráð beindi því til íþrótta- og æskulýðsráðs að hugað verði að útboði á tjaldsvæðum Dalvíkurbyggðar á árinu 2016 með því markmiði að þessu verkefni verði útvistað á árinu 2017.

Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun vinna drög að útboðsgögnum á árinu 2016 þannig að drög verði tilbúin fyrir sumarið, svo verði staðan tekin eftir sumarið aftur.

2.Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201507004Vakta málsnúmer

Farið var yfir reglur um hvatagreiðslur. Rætt var um aldurstakmörk, þ.e. hvort lækka ætti aldurinn. Ákveðið að breyta ekki aldurstakmörkum að svo stöddu. Gerðar voru breytingar á reglunum á fundinum er varðar tímabundið aðsetur barna hjá foreldri sem býr í Dalvíkurbyggð sem og undantekningu á lágmarkstímafjölda námskeiða. Íþrótta- og æskuýðsfulltrúa falið að kynna breytingarnar hjá íþróttafélögunum þegar sveitarstjórn hefur samþykkt breytingarnar.

3.Úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði 2015

Málsnúmer 201510130Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir því að búið væri að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2015. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.

4.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201510133Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að formi til að nota við tilnefningu vegna kjörs á íþróttamanni ársins. Samkvæmt reglum sem samþykktar voru sl. vetur munu aðal- og varamenn íþrótta- og æskulýðsráðs kjósa. Einnig mun fara fram almenn kosning íbúa í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og ækulýðsráð samþykkir formið.

Einnig samþykkir íþrótta- og æskuýðsráð að óska eftir uppástungum frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð um heiðursviðurkenningu ráðsins.

5.Rekstur og viðhald íþróttasvæðis UMFS sumarið 2015

Málsnúmer 201510132Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt knattpsyrnudeildar UMFS vegna reksturs og viðhalds á íþróttasvæði UMFS sl. sumar.

6.Fræðsluvettvangur fyrir aðila sem starfa í íþróttafélögum

Málsnúmer 201510134Vakta málsnúmer

Rædd sú hugmynd hvort það væri skynsamlegt að búa til sameiginlegan vettvang fyrir þá sem starfa á vettvangi íþróttahreyfingarinnar.
Íþrótta- og æskuýðsráð telur hugmyndina góða og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna frekar að hugmyndinni með aðkomu Heilsueflandi samfélags verkefnisins í huga.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi