Íþrótta- og æskulýðsráð

83. fundur 01. nóvember 2016 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jón Ingi Sveinsson mætti ekki á fundinn.

1.Ósk um stuðning við Snorraverkefnið 2017

Málsnúmer 201610030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dagsett þann 6. október 2016 þar sem þess er óskað að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að leggja Snorraverkefninu 2017 lið með því að:

leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi;

styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir

þriggja vikna tímabil sem hefst mánudaginn 26. júní 2017; eða

styrkja verkefnið með smærra fjárframlagi, með eða án starfsþjálfunar;

styrkja landkynningarferð verkefnisins og/eða bjóða upp á eitthvað á svæðinu



Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri á að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.



Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.

2.Uppsögn á starfi

Málsnúmer 201610044Vakta málsnúmer

Ingigerður Júlíusdóttir hefur sagt upp störfum í íþróttamiðstöðinni og óskar eftir því að hætta um áramót.

Lagt fram til kynningar.

3.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201610113Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.

Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 5. janúar 2017 kl. 16:00.

4.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2016

Málsnúmer 201610093Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknarfrestur verður til 28. nóvember. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201609018Vakta málsnúmer

Uppfærð starfsáætlun lögð fram.

6.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkti að vísa gjaldskrám íþrótta- og æskulýðsráðs til endurskoðunar í ráðinu í samræmi við þær ábendingar sem fram komu á 800. fundi Byggðaráðs.

Íþrótta- og æskulýðsráð lagaði orðalag og uppsetningu á gjaldskrá og samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir á fundinum.

7.Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að leggja til með hvaða hætti næstu skref verða tekin á þessum fundi.



Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög.

Byggðaráð hefur samþykkt að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að í slíkri könnun verði hugur íbúa kannaður varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins, s.s. golfvöllur, göngustígar, skíðagöngubraut og reiðleiðir.

8.Árskógur félagsheimili - rekstur og umsjón

Málsnúmer 201610114Vakta málsnúmer

Samþykkt hefur verið að færa rekstur félagsheimilis í Árskógi undir skóla- og menningarmál. Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi