Ósk um stuðning við Snorraverkefnið 2017

Málsnúmer 201610030

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 83. fundur - 01.11.2016

Tekið fyrir bréf dagsett þann 6. október 2016 þar sem þess er óskað að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að leggja Snorraverkefninu 2017 lið með því að:

leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi;

styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir

þriggja vikna tímabil sem hefst mánudaginn 26. júní 2017; eða

styrkja verkefnið með smærra fjárframlagi, með eða án starfsþjálfunar;

styrkja landkynningarferð verkefnisins og/eða bjóða upp á eitthvað á svæðinu



Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri á að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.



Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.