Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201610113

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 83. fundur - 01.11.2016

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.

Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 5. janúar 2017 kl. 16:00.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 84. fundur - 06.12.2016

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa. Undir þessum lið sat einnig Helena Frímannsdóttir.

Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar, að því loknu fór fram leynileg kosning.



Eftirfarandi tilnefningar bárust:



Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar

Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS



Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir skipulag á lýsingu á kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar árið 2016.



Kjörinu verður lýst fimmtudaginn 5. janúar 2016 kl. 16:00 í Bergi.



Íþrótta- og æskulýðsráð - 85. fundur - 05.01.2017

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 16:55. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.



Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

Verónika Jana Ólafsdóttir, nemendi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga flutti 2. kafla úr fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi, með henni spilaði Páll Szabó.



Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.



Að því loknu lék á píanó og söng Selma Rut Guðmundsdóttir nemandi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga lagið Love of my life með Queen.



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:

Alls tilnefndu 5 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2016:







Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur



Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar



Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán



Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur



Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016 er Arnór Snær Guðmundsson kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.





Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Arnóri Snæ til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2016.





Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.