Íþrótta- og æskulýðsráð

82. fundur 04. október 2016 kl. 08:15 - 09:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jón Ingi sveinsson mætti ekki á fundinn.

1.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð vann grunn að gjaldskrám málaflokksins. Grunnurinn er samþykktur og mun taka gildi 1. janúar 2017. Ákveðið að eftirtaldar breytingar verði gerðar til einföldunar á endurskoðun gjaldskráa næstu ára og mun þetta ákvæði því taka gildi frá og með 1. janúar 2018.



Gjaldskráin miðast við neysluverðsvísitölu og er upphafsstaða miðuð við 1. október 2016. Gjaldskrárbreytingar eru einu sinni á ári og tekur hækkunin gildi 1. janúar ár hvert. Tekið er mið af þjóðhagsspá Hagstofu Íslands þann 1. október ár hvert um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár. Grunngjald gjaldskrár breytist ekki á milli ára nema ef íþrótta- og æskulýðsráð ákveði að breyta grunngjaldi til hækkunar eða lækkunar óháð breytingu á neysluverðsvísitölu og leggur þá ráðið þá tillögu fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Ef íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki slíka tillögu þá uppfærist gjaldskráin sjálfkrafa þann 1. janúar ár hvert samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands um breytingar á neysluverðsvísitölu fyrir komandi ár.

2.Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Rætt um kynningarfund sem haldinn var af Golfklúbbnum 15. september 2016 og næstu skref sem þarf að taka.

íþrótta- og æskulýðsráð þakkar Golfklúbbnum fyrir fundinn og þeirra vinnu við undirbúning á þessu verkefni.

íþrótta- og æskulýðsráð mun á næsta fundi ráðsins leggja til með hvaða hætti næstu skref verða tekin.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi