Byggðaráð

768. fundur 18. febrúar 2016 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Áskoranir af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal

Málsnúmer 201602066Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi áskorun af íbúafundi í Svarfaðardal og Skíðadal, 18 manns úr dölunum mættu. Fundurinn var haldinn sunnudaginn 7. febrúar s.l. að Rimum. Sviðsstjórar umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs sóttu fundinn ásamt umhverfisstjóra sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar.



a) Fundarfólk skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að beita sér fyrir því að vegir í fram-Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag.



b) Fundarfólk skorar ennfremur á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum.



c) Að lokum skorar fundarfólk á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar.



Á 273. fundi umhverfisráðs þann 11. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Pálmi Þorsteinsson frá Vegagerðinni og Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri komu á fundinn kl 09:00 undir þessum lið.

1. 201301032 - Samningur við Vegargerðina. Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamokstursvegum í Dalvíkurbyggð.

Til umræðu vetrarþjónusta og aðrar framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar í Dalvíkurbyggð 2016.

Ráðið þakkar þeim Pálma og Vali fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála. Pálmi kom með uppfært samkomulag um helmingamokstur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar til undirritunar.

Sviðsstjóra falið að stilla upp samanburði á nokkrum útfærslum á heimreiðamokstri fyrir næsta fund.



Pálmi og Valur viku af fundi kl 09:55"



Til umræðu ofangreint.



Valur Þór vék af fundi kl. 13:30.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Vegagerðarinnar sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.

2.Frá 273. fundi umhverfisráðs þann 12.02.2016: Leiðir til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa.

Málsnúmer 201602014Vakta málsnúmer

Á 273. fundi umhverfisráðs þann 12. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu tillaga slökkviliðsstjóra á leiðum til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa.

Umhverfisráð þakkar Vilhelmi Antoni fyrir greinargóðar skýringar og leggur til við byggðarráð að framlögð gjaldtaka verði innleidd vegna vöktunar á brunaviðvörunarkerfum stofnana."



Til umræðu ofangreint og framlögð tillaga að gjaldtöku.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu slökkviliðsstjóra og umhverfisráð til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2020.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að slökkviliðsstjóri hafi heimild til að senda reikninga á stofnanir Dalvíkurbyggðar vegna útkalla í samræmi við raunkostnað.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201602045Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagmálasviðs, kl. 13:44.



Bókað í trúnaðarmálabók.



Eyrún og Börkur Þór viku af fundi kl. 14:02.
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Frá 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráð þann 2.2.2016; Endurnýjun líkamsræktartækja

Málsnúmer 201601149Vakta málsnúmer

Á 767. fundi byggðaráðs þann 4. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00. Á 75. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2.2.2016 var eftirfarandi bókað: "Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tilboð frá Erninum um endurnýjun líkamsræktartækja. Tilboðið hljóðar upp á að fá búnað á endurnýjunaráætlun árið 2016 og 2017 afhentan strax en greiða sem nemur 3.100.000.- í ár, sem er í fjárhagsáætlun og 3.000.000.- í byrjun árs 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjórn að íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði veitt heimild til kaupana á þessu ári og þessar þrjár milljónir verði settar á áætlun og greiddar árið 2017." Á starfs- og fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 4.000.000 á lið 06500-2810 vegna endurnýjunar á líkamsræktartækjum og búnaði. Til umræðu ofangreint. Hlynur vék af fundi kl. 13:17.

Afgreiðslu frestað."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. febrúar 2016 um ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra í samræmi við umræður á fundinum.

5.Frá Tækifæri hf.; Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 201602031Vakta málsnúmer

a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 2. febrúar 2016, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta Akureyrarkaupstaðar og sveitarfélagið hefur tekið tilboðinu.



Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu. Frestur til að ganga inn í tilboðið er til 1. apríl 2016.



b) Tekið fyrir erindi frá KEA svf., bréf dagsett þann 2. febrúar 2016, þar sem meðfylgjandi er kauptilboð í hlut Dalvíkurbyggðar í Tækifæri á sömu kjörum og viðskipti við Akureyrarkaupstað eru byggð á.



Samkvæmt ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 var eignarhluti Dalvíkurbyggðar í Tækifæri hf. 1,1% að nafnvirði kr. 6.897.000 en bókfært verð kr. 12.178.000.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýtir sér ekki forkaupsréttinn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna tilboðinu.

6.Frá Golfklúbbnum Hamar; ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð um framtíð golfvallamála í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:40.



Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 10. febrúar 2016, er varðar ósk Golfklúbbsins Hamars um við ræður við Dalvíkurbyggð um framtíð golfvallamála í Dalvíkurbyggð.



Fram kemur að nú í byrjun ársins 2016 kom út skýrsla þar sem bornir eru saman möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu golfvallar í Arnarholti, Svarfaðardal, á móti þeim möguleika að ráðast í byggingu nýs golfvallar í fólkvangi Dalvíkurbyggðar út frá skíðaskálanum Brekkuseli. Skýrslan var unnin af Edwin Roald, golfvallahönnuði.



Golfklúbburinn Hamar óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að ræða helstu niðurstöður skýrslunnar og hver séu næstu skref í golfvallamálum félagsins.



Fram kemur einnig að félagið telur æskilegt að þessi fundur verði haldinn sem fyrst og í framhaldi verði skýrslan gerð opinber.



Fram kom á fundi byggðaráðs að umbeðinn fundur var haldinn kl. 17:30 mánudaginn 15. febrúar s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að heimila að ofangreind skýrsla verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins að ósk Golfklúbbsins. Vísað til upplýsingafulltrúa.



7.Frá Ríkiskaupum; Aðild að Ríkiskaupasamningum

Málsnúmer 201602069Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 15:03.



Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 5. febrúar 2016, þar sem fram kemur að nú sé komið að því að staðfesta aðild sveitarfélaga að rammasamningakerfi ríksins 2016. Ef Dalvíkurbyggð hefur hug á að nýta sér áfram rammasamninga ríksins þá þarf að tilkynna það til Ríkiskaupa í allra síðasta lagi fyrir 24. febrúar 2016.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum áframhaldandi aðild Dalvíkurbyggðar að rammasamningum ríksins.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; bréf til Varasjóðs húsnæðismála vegna bókunar byggðaráðs.

Málsnúmer 201203100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir afrit af bréfi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Varasjóðs húsnæðismála, bréf dagsett þann 3. febrúar 2016, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. janúar 2016 var lögð fram bókun byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 3. desember 2015 vegna afgreiðslu á umsókn ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála frá 11. nóvember 2015 á umsókn um framlag vegna sölu á félagslegri eignaríbúð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir lausn á þessu máli, því um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Dalvíkurbyggð og fleiri sveitarfélög í sömu stöðu.



Eftirfarandi var samþykki af stjórn Sambandsins:

"Framkvæmdastjóra falið að ræða við stjórn Varasjóðs húsnæðismála með það markmiði að fundin verði lausn á vanda Dalvíkurbyggðar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Staðgreiðsluuppgjör 2015.

Málsnúmer 201602067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 9. febrúar 2015, þar sem meðfylgjandi er staðgreiðsluuppgjör fyrir árið 2015.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs