Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer
Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:40.
Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 10. febrúar 2016, er varðar ósk Golfklúbbsins Hamars um við ræður við Dalvíkurbyggð um framtíð golfvallamála í Dalvíkurbyggð.
Fram kemur að nú í byrjun ársins 2016 kom út skýrsla þar sem bornir eru saman möguleikar á áframhaldandi uppbyggingu golfvallar í Arnarholti, Svarfaðardal, á móti þeim möguleika að ráðast í byggingu nýs golfvallar í fólkvangi Dalvíkurbyggðar út frá skíðaskálanum Brekkuseli. Skýrslan var unnin af Edwin Roald, golfvallahönnuði.
Golfklúbburinn Hamar óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að ræða helstu niðurstöður skýrslunnar og hver séu næstu skref í golfvallamálum félagsins.
Fram kemur einnig að félagið telur æskilegt að þessi fundur verði haldinn sem fyrst og í framhaldi verði skýrslan gerð opinber.
Fram kom á fundi byggðaráðs að umbeðinn fundur var haldinn kl. 17:30 mánudaginn 15. febrúar s.l.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að reglur Dalvíkurbyggðar um heimreiðamokstur verði óbreyttar.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að áskorun til Íslandspósts vegna póstþjónustu, sem yrði lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.