Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem UMSE óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2015. Einnig er óskað eftir hækkun frá fyrra ári. Fram kemur að styrkurinn er nýttur til rekstur á skrifstofu UMSE.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta-og æskulýðsráðs þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.
Með fundarboði fylgi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfullrúa vegna fundar með fulltrúum UMSE þann 11.09.2014.
Til umræðu ofangreint.
Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu í fjárhagsáætlun 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.