Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer
Á 39. fundi menningarráðs þann 13. september 2013 var eftirfarandi bókað um ofangreint erindi:
Tekið var fyrir erindi, dagsett 29. ágúst 2013, frá Félagi eldri borgara þar sem óskað er eftir styrktarsamningi til þriggja ára til að styrkja starf og rekstur félagsins. Byggðaráð vísaði erindinu til menningarráðs og félagsmálaráðs.
Menningarráð hafnar styrktarsamningi en samþykkir að veita félaginu styrk vegna fasteignagjalda á árinu 2014 allt að 180.000 kr. Í framhaldinu þarf að sækja um niðurgreiðslu vegna fasteignagjalda árlega þegar auglýst er eftir erindum vegna fjárhagsáætlunar.
Á 172. fundi félagsmálaráðs þann 17. september 2013 var eftirfarandi bókað um ofangreint erindi:
Lagt var fram erindi frá 672. fundi Byggðarráðs Dalvíkurbyggðar frá 5. september 2013. Erindið er frá stjórn Félags eldri borgara, dagsett þann 29. ágúst, þar sem fram kemur beiðni um styrktarsamning til þriggja ára þannig að árlegur styrkur nemi kr. 500.000,- Erindinu er vísað til félagsmálaráðs og menningarráðs til afgreiðslu.
Félagsmálaráð lýsir yfir vilja sínum til að gera styrktarsamning til 3 ára við félag eldri borgara að upphæð 300.000 pr. ár en fjárhagsrammi ársins 2014 rúmar ekki þá upphæð. Þar af leiðandi vísar félagsmálaráð málinu til byggðaráðs.