Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 18. september 2013, þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að þann 6. mars s.l. var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi með lögum nr. 19/2013. Stjórnvöld hafa meðal annars komið á laggirnar Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Vitundarvakning stendur að fræðsluþingum víða um land í otkóber 2013. Ráðuneytið hvetur kjörna fulltrúa, embættismenn og aðra starfsmenn sveitarfélaga eftir því sem við á til þess að sækja fræðsluþing í sínum landshluta.