Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; undirbúningur.

Málsnúmer 201304103

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 662. fundur - 10.05.2013

Jóhann Ólafsson kom að nýju á fundinn undir þessum lið kl. 10:31.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014-2017.

Einnig fylgdi með til upprifjunar samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:

Apríl- maí (þegar ársreikningur liggur fyrir):
a)
Framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b)
Umræða í bæjarráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Teknar til umfjöllunar tillögur og áherslur úr framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd.
c)
Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri taka saman helstu forsendur og leggur fyrir bæjarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Upplýsinga er m.a. aflað um atvinnuástand, verðlagsbreytingar og kjarasamningamál.
d)
Bæjarráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu
Umræðum og afgreiðslu á tímaramma frestað til næsta fundar.Umræðum um áherslur, markmið  og stefna í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013

Björn Snorrason mætti á fundinn undir þessum lið kl. 09:53.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014-2017.

Einnig fylgdi með til upprifjunar samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:

Apríl- maí (þegar ársreikningur liggur fyrir):
a) Framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b) Umræða í bæjarráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Teknar til umfjöllunar tillögur og áherslur úr framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd.
c) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri taka saman helstu forsendur og leggur fyrir bæjarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Upplýsinga er m.a. aflað um atvinnuástand, verðlagsbreytingar og kjarasamningamál.
d) Bæjarráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu

Til umræðu áherslur, markmið og stefna í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins.
a)  Byggðarráð samþykkir  samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir.

Byggðaráð - 664. fundur - 23.05.2013

Á 663. fundi byggðarráðs þann 16. maí 2013 voru til umræðu áherslur, markmið og stefna í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Tímarammi var lagður fyrir byggðarráð og var hann samþykktur.

Þann 21. maí s.l. var haldinn fundur í stjórnsýslunefnd þar sem fjallað var um verkefni og áherslur í rekstri sveitarfélagsins. Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir þau helstu atriði sem fram komu á fundinum.

Til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar vegna vinnu við fjárhagsramma 2014-2017.

Byggðaráð - 665. fundur - 06.06.2013

Á 664. fundi byggðarráðs þann 23. maí 2013 var til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar vegna vinnu við fjárhagsramma 2014-2017.

Til umræðu forsendur fjárhagsramma.

Byggðaráð - 666. fundur - 13.06.2013

Á fundi byggðarráðs var lögð fram tillaga að fjárhagsramma 2014 vegna vinnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2014-2017.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að  fjárhagsramma 2014 eins og hann liggur fyrir með þeirri breytingu að gerð verði krafa um hagræðingu um 2% í stað 1% þar sem verðbólga er áætluð 4%.Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bætt verði kr. 3.000.000 við ramma málaflokks 06 vegna hvatagreiðsla og þá verði kr. 6.000.000 í þann lið árið 2014 (bundinn liður).Einnig að lífeyrisskuldbinding verði  áætluð í samræmi við ákvörðun um viðauka 2013.

Sveitarstjórn - 248. fundur - 18.06.2013

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að niðurstaða Aðalsjóðs 2014 verði kr. 20.971.000 og niðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 26.019.000.
Gert er ráð fyrir að niðurstaða A- og B- hluta samantekið verði kr. 55.771.000 og að fjárfestingar verði alls kr. 204.840.000.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum tillögunnar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2014 eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 670. fundur - 22.08.2013

Jóhann Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, kom á fundinn undir þessum lið kl. 8:27.

a) Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga (drög) að forsendum með fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 -2017.
b) Með fundarboði byggðarráðs fylgdu tillögur hvað varðar breytingu á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er varðar frávik og umbun, gr. 3.3. og gr. 3.4.

a)  Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar eins og þær liggja fyrir:a.1.) Fundaþóknun almennra nefndamanna verði sú hin sama og kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og byggðarráði.a.2.) Áheyrnarfulltrúi í byggðarráði fái 33% álag ofan á fundaþóknun enda hefur áheyrnarfulltrúi ekki skyldu til að mæta á fund.a.3)  Fundaþóknun ungmennaráðs verði 50% af fundaþóknunum kjörinna fulltrúa.a.4)  Fundaþóknanir starfsnefnda sem samþykktar eru af sveitarstjórn verði þær sömu og til kjörinna fulltrúa.a. 5) Kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og byggðarráði skal halda föstum mánaðarlaunum ef hann er tímabundið forfallaður frá störfum sínum vegna slyss eða veikinda gegn framvísun veikindavottorðs, en þó að hámarki í 6 mánuðib)  Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu hvað varðar grein 3.3. en felur framkvæmdastjórn að yfirfara tillögur hvað varðar grein 3.4.

Byggðaráð - 672. fundur - 05.09.2013

Á 670. fundi byggðarráðs þann 22. ágúst 2013 fól byggðarráð framkvæmdastjórn að yfirfara tillögur hvað varðar breytingu á grein 3.4. um umbun í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillöguna eins og  hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 675. fundur - 08.10.2013

a) Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Hildur Ösp kynnti tillögu að starfsáætlun sviðssins og tillögu að fjárhagsáætlun samkvæmt fjárhagsrömmum, sjá neðangreint.

Á fundinum voru kynnt jafnframt eftirfarandi gögn:
Bréf frá leikskólastjóra Krílakots og Kátskots varðandi; tölvukaup og nýkaup, skýringar vegna beiðni um viðbót við fjárhagsramma vegna Kátakots, upplýsingar hvað varðar áætlun 2015-2017.
Bréf frá skólastjóra Dalvíkurskóla vegna nýkaupa.
Bréf frá skólastjóra Árskógarskóla vegna nýkaupa.
Skýringar frá sviðsstjóra fræðslu-og menningarsviðs með málaflokkum 04 og 05.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 10:30.


b) Starfs- og fjárhagsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, kynnti tillögu að starfsáætlun sviðssins, starfsáætlun upplýsingafulltrúa og tillögu að fjárhagsáætlun sviðsins, sjá neðangreindan samanburð á fjárhagsrömmum og tillögum:

Málaflokkur 00; um er að ræða drög en ekki endanlega tillögu.
Málaflokkur 28; áætlun þessa málaflokks liggur fyrir síðar samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.
Málaflokkur 32; Tölvubúnaður skv. endurnýjunaráætlun fyrir Dalvíkurskóla. Áætluð innri leiga að upphæð kr. 261.000 sem kæmi þá til viðbótar við deild 04-21 til gjalda og til tekna inn á málaflokka 31.

Á fundinum voru einnig kynnt eftirfarandi gögn:
Beiðni um nýkaup.
Minnisblað varðandi nýtt símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð.
Minnisblað varðandi uppfærslu / nýja heimasíðu fyrir Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 676. fundur - 10.10.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Börkur Þór kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins ásamt eftirfarandi gögnum:
Tillögur að framkvæmdum og viðhaldi.
Beiðni um nýkaup.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs fari yfir þær hugmyndir að breytingum sem komu fram á fundinum og komi aftur á fund byggðarráðs til þess að fara  aftur yfir ofangreint, viðhald fasteigna og áætlaðar framkvæmdir 2014-2017.

Byggðaráð - 680. fundur - 24.10.2013

Valdís Guðbrandsdóttir, aðalmaður, sat einnig fundinn undir þessum lið.Formaður bar undir fundinn hvort gerð sé athugasemd um að bæði aðalmaður og varamaður sitji fundinn undir þessum lið. Engar athugasemdir voru gerðar.

Á fundinum lagði sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fram fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 í fjárhagsáætlunarlíkani, sem innheldur samandregið tillögur stjórnenda, fagráða og byggðarráðs.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fóru yfir helstu niðurstöður.

Valdís vék af fundi kl. 9:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 250. fundur - 29.10.2013

Til máls tóku;
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Björn Snorrason, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil vekja athygli á því að Aðalsjóður er settur á hliðina 2014 og 2015 með 40 milljóna króna styrkveitingu hvort ár til UMFS til uppbyggingar á íþróttaaðstöðu og vil benda á að fyrir tæplega helming þessarar upphæðar eða um 14 - 15 milljónir væri hægt að falla algjörlega frá innheimtu lóðarleigu og þó skilja Aðalsjóð eftir með viðunandi afkomu. Einnig væri hægt, með betri niðurstöðu þó fyrir Aðalsjóð að falla frá innheimtu lóðarleigu af íbúðarhúsnæði bæði þessi ár og setja 2 x 20 milljónir í hóflegri framkvæmdir á íþróttasvæðinu en nú eru hugmyndir um.

Kristján E. Hjartarson.

Guðmundur St. Jónsson.

Niðurstaða rekstrar A- og B-hluta:
Árið 2014 kr. 33.401.000.
Árið 2015 kr. 14.891.000.
Árið 2016 kr. 66.295.000.
Árið 2017 kr. 51.040.000

Niðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
Árið 2014 kr. 6.447.000
Árið 2015 kr. 159.000
Árið 2016 kr. 27.300.000
Árið 2017 kr. 7.016.000.

Fjárfestingar:
Árið 2014 kr. 293.530.000
Árið 2015 kr. 242.305.000
Árið 2016 kr. 228.560.000
Árið 2017 kr. 199.080.000

Veltufé frá rekstri:
Árið 2014 kr. 240.078.000
Árið 2015 kr. 234.115.000
Árið 2016 kr. 295.972.000
Árið 2017 kr. 288.718.000

Lántaka:
Árið 2014 kr. 225.000.000
Árið 2015 kr. 150.000.000
Árið 2016 kr. 100.000.000
Árið 2017 kr. 90.000.000

Afborganir lána:
Árið 2014 kr. 104.652.000
Árið 2015 kr. 122.003.000
Árið 2016 kr. 137.545.000
Árið 2017 kr. 145.899.000
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 681. fundur - 07.11.2013

Frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 var tekið til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 29. október s.l. og var samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Þann 30. október s.l. bárust nýjar upplýsingar um áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2014, sbr. gögn með fundarboði byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tekjuáætlun vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði verði endurskoðuð sem og tekjuáætlun vegna álagningu fasteignagjalda þegar allar gjaldskrár liggja endanlega fyrir úr fagráðum.

Sveitarstjórn - 251. fundur - 19.11.2013

Afgreiðslu frestað með vísan í tillögu í upphafi fundar.

Byggðaráð - 683. fundur - 28.11.2013

Á 251. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga. Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði.

Sveitarstjórn samþykkir því að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og felur byggðarráði og sveitarstjóra að leggja nýja tillögu fyrir sveitarstjórn á fundi hennar þann 3. desember nk.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti nýtt frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til síðari umræðu með breytingum sem gerðar hafa verið í samræmi við ofangreinda ákvörðun sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar til sveitarstjórnar til síðari umræðu.

Sveitarstjórn - 252. fundur - 03.12.2013

Á 251. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember s.l. var síðari umræðu um fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 frestað. Sveitarstjórn samþykkti þá eftirfarandi:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga. Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði.

Sveitarstjórn samþykkir því að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og felur byggðarráði og sveitarstjóra að leggja nýja tillögu fyrir sveitarstjórn á fundi hennar þann 3. desember nk.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til síðari umræðu.

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta:
2014 kr. 68.178.000 jákvæð.
2015 kr. 47.549.000 jákvæð.
2016 kr. 98.029.000 jákvæð.
2017 kr. 89.982.000 jákvæð.

Handbært fé frá reksti samstæðu:
2014 kr. 267.253.000
2015 kr. 257.350.000
2016 kr. 317.196.000
2017 kr. 312.053.000

Fjárfestingar samstæðu:
2014 kr. 310.530.000
2015 kr. 318.805.000
2016 kr. 225.060.000
2017 kr. 109.080.000

Lántaka samstæðu:
2014 kr. 210.000.000
2015 kr. 190.000.000
2016 kr. 60.000.000
2017 kr. 0

Afborganir lána samstæðu:
2014 kr. 104.652.000
2015 kr. 120.503.000
2016 kr. 141.310.000
2017 kr. 149.012.000

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 eins og hún liggur fyrir. Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum og kjörnum fulltrúum bestu þakkir fyrir gott samstarf og vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017.