Byggðaráð

683. fundur 28. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Ingi Valsson
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Fyrir misskilning var Björn Snorrason ekki boðaður á fundinn, með vísan til kosninga á fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember s.l.
Óskar Óskarsson, varamaður hans boðaði, forföll.
Á fundinn mætti Kristinn Ingi Valsson, verðandi varamaður í byggðarráði, og sat fundinn sem gestur.

1.Gjaldskrár 2014; endurskoðun.

Málsnúmer 201311262Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu eftirtaldar gjaldskrár til umfjöllunar og afgreiðslu vegna ákvörðunar sveitarstjórnar að endurskoða hækkun á þjónustugjaldskrám skv. vísitölu:

Gjaldskrá Dalvíkurskóla og Frístundar endurskoðuð.
Gatnagerðargjöld 2014.
070523.Upprekstur búfjár.
090512.Fjallskil.
Gjaldskrá-hundahald.
Gjaldskrá-kattahald.
Böggvisstaðaskáli leiga-2014.
Gjaldskrá byggingafulltrúa 2014.
Gjaldskrá vegna sorphirðu.
Gjaldskrá Krílakots 2014 excel sent nóv 2014.
Gjaldskrá Kátakots 2014 excel sent nóv 2014.
Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar 2014, breytt 22. nóv.
Hafnasjóður gjaldskrá 2014, breytt 22. nóv 2013.
Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2014, breytt 22.nóv.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2014, breytt aftur 22. nóv.
Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða 2014 breytt á fundi 12. nóv.
Íþróttamiðstöð_tjaldsvæði_arskogur_2014_endurskoðuð.
Motahalda íþróttamiðstöðvar_endurskoðuð.
Íþróttamiðstöð_annað_útleiga_reglur_endurskoðuð.
Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns.
131127.Gjaldskrá tónlistarskóla 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; fjárhagsáætlunarlíkan til síðari umræðu.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Á 251. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember s.l. var eftirfarandi bókað og samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga. Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði.

Sveitarstjórn samþykkir því að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og felur byggðarráði og sveitarstjóra að leggja nýja tillögu fyrir sveitarstjórn á fundi hennar þann 3. desember nk.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti nýtt frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til síðari umræðu með breytingum sem gerðar hafa verið í samræmi við ofangreinda ákvörðun sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar til sveitarstjórnar til síðari umræðu.

3.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, framlag vegna snjómoksturs.

Málsnúmer 201305048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 18. nóvember 2013, þar sem vísað er til erindis Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 14. maí 2013, þar sem óskað er eftir aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að íþyngjandi kostnaði vegna snjómoksturs í þéttbýli sveitarfélagsins á árinu 2012 umfram þau framlög sem sveitarfélagið fékk vegna snjómoksturs á grundvelli útgjaldajöfnunarframlaga sjóðsins.

Fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti tillögu um úthlutun framlags til Dalvíkurbyggða að fjárhæð kr. 6.170.121 vegna íþyngjandi kostnaðar við snjómokstur á árinu 2012.
Lagt fram.

4.Frá innanríkisráðuneytinu; Samningur við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku.

Málsnúmer 201307019Vakta málsnúmer

Á 668. fundi byggðarráðs þann 11. júlí 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá innanríkisráðuneytinu, bréf dagsett þann 3. júlí 2013, þar sem ráðuneytið óskar eftir að sveitarfélagið láti ráðuneytinu í té afrit þeirra samninga sem gerðir voru við Bergmenn ehf. um þyrluskíðamennsku sem og afrit annarra gagna er þá varða. Þá óskast upplýst hver aðdragandi að gerð samninganna var og jafnframt hvort og þá hvaða takmarkanir á rétti annarra til umferðar um viðkomandi landsvæði felist i samningunum að mati sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi og láta ráðuneytinu í té umbeðin gögn.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi bréf innanríkisráðuneytisins, dagsett þann 13. nóvember 2013, þar sem fram kemur að að svo stöddu og með vísan til þeirra marka sem stjórnsýslueftirliti ráðherra eru sett í 109. gr. sveitarstjórnarlaga kemur það mat ráðuneytsins að efni umræddra samninga er fyrst og fremst á sviði einkaréttar ekki til frekari endurskoðunar ráðuneytisins. Með vísan til þess lýkur ráðuneytið hér með umfjöllun sinni um málið.
Lagt fram.

5.Frá Lögfræðistofu Reykjavíkur f.h. Kötlu ehf., Klapparstígur 5, bílskúr

Málsnúmer 201208033Vakta málsnúmer

Á 672. fundi byggðarráðs þann 5. september 2013 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu byggðarráði grein fyrir erindi og málaleitan framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Kötlu ehf. um meint eignarhald félagsins á bílskúr við Klapparstíg 5 á Hauganesi. Húseignin við Klapparstíg 5 var seld árið 2012,raðhúsaíbúð og bílskúr, sem var skráð 100% eign Dalvíkurbyggðar í Fasteignaskrá. Katla ehf. byggði umrætt raðhús á sínum tíma en vegna reglna voru bílskúrar ekki hluti af félagslegu húsnæði og því hafi þurft að skrá bílskúrinn á Kötlu ehf. og sú skráning haldið sér þar til árið 2007 að Fasteignaskrá færði umræddan bílskúr á nafn Dalvíkurbyggðar. Forsvarsmenn byggingarfélagsins Kötlu ehf. hafa því farið fram á hluta af söluandvirði af Klapparstíg 5.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að leysa málið í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur, dagsett þann 14. nóvember 2013, fyrir hönd forsvarsmanna Kötlu ehf varðandi ofangreint mál.

Fram kemur að Katla ehf. hafnar eingreiðslu að upphæð kr. 500.000 sbr. bréf Dalvíkurbyggðar dagsett þann 20. september s.l. og fylgir með fundarboði byggðarráðs. Í bréfi Dalvíkurbyggðar er vísað til heimildar byggðarráðs að ljúka þessu máli með samkomulagi um eingreiðslu að upphæð kr. 500.000 fyrir umræddan bílskúr sem væri þó engin viðurkenning Dalvíkurbyggðar á réttmæti kröfu Kötlu ehf. á grundvelli meints eignarhalds. Óskað var svara í síðasta lagi 8. október s.l. hvort fallist yrði á þessa málalyktan..
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi í samræmi við umræður á fundinum.

6.Frá Moltu ehf., Samkomulag Moltu og kröfuhafa

Málsnúmer 201311263Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra Moltu ehf., dagsettur þann 16. nóvember 2013, er varðar samkomulag vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Moltu ehf. ásamt fylgigögnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með  2 atkvæðum að fá forsvarsmenn Moltu á fund byggðarráðs.

7.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, Styrktarsjóður EBÍ 2013.

Málsnúmer 201306035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 18. október 2013, þar sem fram kemur að styrktarsjóðurinn úthlutar kr. 200.000 í styrk til Dalvíkurbyggðar vegna verkefnis um merkingar útivistarsvæða.
Lagt fram.

8.Frá Eyþingi; Fundagerðir Eyþings 2013, 248. fundur.

Málsnúmer 201311078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 248. fundi stjórnar Eyþings.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Ingi Valsson
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs