Á 672. fundi byggðarráðs þann 5. september 2013 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu byggðarráði grein fyrir erindi og málaleitan framkvæmdastjóra Byggingarfélagsins Kötlu ehf. um meint eignarhald félagsins á bílskúr við Klapparstíg 5 á Hauganesi. Húseignin við Klapparstíg 5 var seld árið 2012,raðhúsaíbúð og bílskúr, sem var skráð 100% eign Dalvíkurbyggðar í Fasteignaskrá. Katla ehf. byggði umrætt raðhús á sínum tíma en vegna reglna voru bílskúrar ekki hluti af félagslegu húsnæði og því hafi þurft að skrá bílskúrinn á Kötlu ehf. og sú skráning haldið sér þar til árið 2007 að Fasteignaskrá færði umræddan bílskúr á nafn Dalvíkurbyggðar. Forsvarsmenn byggingarfélagsins Kötlu ehf. hafa því farið fram á hluta af söluandvirði af Klapparstíg 5.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs umboð til að leysa málið í samræmi við umræður á fundinum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur, dagsett þann 14. nóvember 2013, fyrir hönd forsvarsmanna Kötlu ehf varðandi ofangreint mál.
Fram kemur að Katla ehf. hafnar eingreiðslu að upphæð kr. 500.000 sbr. bréf Dalvíkurbyggðar dagsett þann 20. september s.l. og fylgir með fundarboði byggðarráðs. Í bréfi Dalvíkurbyggðar er vísað til heimildar byggðarráðs að ljúka þessu máli með samkomulagi um eingreiðslu að upphæð kr. 500.000 fyrir umræddan bílskúr sem væri þó engin viðurkenning Dalvíkurbyggðar á réttmæti kröfu Kötlu ehf. á grundvelli meints eignarhalds. Óskað var svara í síðasta lagi 8. október s.l. hvort fallist yrði á þessa málalyktan..