Byggðaráð

697. fundur 08. maí 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Landskerfi bókasafna hf; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2014.

Málsnúmer 201404128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett þann 28. apríl 2014, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafns hf. þriðjudaginn 13. maí kl. 15:00 í Reykjavík.
Lagt fram.

2.Frá Málræktarsjóði; Aðalfundur Málræktarsjóðs.

Málsnúmer 201404121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Málræktarsjóði, dagsett þann 16. apríl 2014, þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 6. júní n.k. kl. 15:30 á Hótel Sögu, Snæfelli. Dalvíkurbyggð hefur rétt til að tilnefna einn fulltrúa í fulltrúaráðið, eigi síðar en 16. maí n.k.
Lagt fram.

3.Frá Tækifæri; Aðalfundur Tækifæris 2014.

Málsnúmer 201404139Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Tækifæri hf., dagsett þann 29. apríl 2014, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 14. maí n.k. kl. 15:00 á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sveitarstjóri sæki fundinn og fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401046Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405022Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Frá Kötlu ehf.; Klapparstígur 5, bílskúr.

Málsnúmer 201208033Vakta málsnúmer

Á 672. fundi byggðarráðs þann 20. mars 2014 var meðal annars eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Kötlu ehf., bréf dagsett þann 5. mars 2014, þar sem fram kemur að byggingafélagið Katla ehf. væntir þess að fá kr. 1.800.000 sem söluandvirði fyrir umræddan bílskúr við Klapparstíg 5.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum og veitir þeim umboð til þess.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu byggðarráði grein fyrir fundi sínum með Jóni Inga Sveinssyni f.h. Kötlu ehf. þriðjudaginn 6. maí s.l.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gera samkomulag um að greiða byggingafélaginu Kötlu ehf. kr. 1.380.000 fyrir bílskúrinn við Klapparstíg 5 og að þessu máli sé þá lokið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna þessa; vísað á málaflokk 57.

7.Frá Emil Björnssyni; Beiðni um áframhaldandi leigu á "Leikbæ", Árskógi lóð 1.

Málsnúmer 201405021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Emil Björnssyni, rafpóstur dagsettur þann 5. maí 2014, þar sem Laufey Eiríksdóttir og Emil Björnsson óska eftir að leigusamningur um íbúðina í Árskógi lóð 1 verði framlengdur til 1. júní 2016 en samningurinn rennur út um næstu áramót.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni.

8.Samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um www.visittrollaskagi.is, sbr. erindi frá Ferðatröll.

Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer

Á 692. fundi byggðarráðs þann 6. mars 2014 samþykkti byggðarráð að taka þátt í verkefni um samstarf um sameiginlega ferðamálasíðu með Fjallabyggð og Ferðatröllum.

Með fundarboði byggðarráð fylgdi:
a) Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um gerð og rekstur heimasíðunnar www.visittrollaskagi.is. Samningurinn gildir í 4 ár frá undirskrift og uppsagnartími eru 3 mánuðir.
b) Verkefnalýsing á milli Ferðatrölla, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, undirrituð þann 11. apríl 2014, um ofangreint verkefni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum samningum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Frá innanríkisráðuneytinu; Staðfesting á lokum ársreiknings.

Málsnúmer 201404140Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett þann 28. apríl 2014, þar sem fram kemur að sveitarstjórn skal hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags eigi síðar en 15. maí ár hvert ásamt skýrslu endurskoðanda. Ársreikninginn ásamt skýrslunni skal senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands eigi síðar en 20. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Þjóðskrá Íslands; Sveitarstjórnarkosningar 2014 og kjörskrá.

Málsnúmer 201404034Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Þjóðskrá Íslands, dagsettur þann 29. apríl 2014, þar sem fram kemur að viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórnar er laugardagurinn 10. maí n.k. Tilkynningar um lögheimilsbreytingar þurfa því að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 9. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014.

Málsnúmer 201404119Vakta málsnúmer

Á 696. fundi byggðarráðs þann 30. apríl 2014 var lögð fram könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014. Frekari umfjöllun var frestað.
Frestað.

12.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat janúar - mars 2014.

Málsnúmer 201404142Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda á starfs- og fjárhagsáætlun fyrir tímabílið janúar - mars 2014.

Jóhann Ólafsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:35.
Fram kemur eftirfarandi beiðnir um viðauka:
Tónlistarskóli; laun og launatengd gjöld kr. 1.111.560 vegna uppgjörs launa við fyrrverandi skólastjóra og vegna veikinda starfsmanna.

Nokkrar ábendingar koma fram hjá stjórnendum um möguleika á að bregðast þurfi við með viðaukum þegar mál skýrast. Ljóst er að bregðast þarf við með viðauka þegar áhrif kjarasamninga liggja fyrir.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Jóhann Ólafsson
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs