Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda á starfs- og fjárhagsáætlun fyrir tímabílið janúar - mars 2014.
Jóhann Ólafsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:35.
Fram kemur eftirfarandi beiðnir um viðauka:
Tónlistarskóli; laun og launatengd gjöld kr. 1.111.560 vegna uppgjörs launa við fyrrverandi skólastjóra og vegna veikinda starfsmanna.
Nokkrar ábendingar koma fram hjá stjórnendum um möguleika á að bregðast þurfi við með viðaukum þegar mál skýrast. Ljóst er að bregðast þarf við með viðauka þegar áhrif kjarasamninga liggja fyrir.