Frá Ferðatröllum, ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um ferðamálasíðu.

Málsnúmer 201401011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 687. fundur - 09.01.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs, Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 09:44.

Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 9:44. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013 þar sem vísað er í fund þann 17. desember 2013 með forsvarsmönnum frá bæði Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Farið var meðal annars í gegnum hvernig Norðurland er kynnt á vefnum og hvernig kynningarmálum á hverju svæði fyrir sig er háttað. Í framhaldi af kynningu um síður sem ýmist hafa verið fjármagnaðar að fullu eða hluta af opinberum aðilum og í sumum tilfellum í samstarfi við samtök ferðaþjónustuaðila óskar ferðamálafélagið Ferðatröll hér með eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma slíkri ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Áætlaður kostnaður við kaup á vefkerfi með hönnun og uppsetningu er um kr. 700.000 án vsk.

Margrét vék af fundi kl. 09:59.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlegan rekstrarkostnað og hlutverk.

Kristján E. Hjartarson kom inn á fundinn að nýju kl. 10:00.

Byggðaráð - 691. fundur - 20.02.2014

Kristján E. Hjartarson gerðir grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 10:05. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Á 687. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2014 var til umfjöllunar erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013. Fram koma meðal annars að Ferðatröll óskaðu eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga. Byggðarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlega rekstrarkostnað og hlutverk.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá Ferðatröllum, dagsett þann 12. febrúar 2014, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Hluti Dalvíkurbyggðar yrði kr. 745.470 með vsk. Ferðatröll mun sjá um verkefnisstjórn og framkvæmd verkefnisins á meðan vefurinn er að fara í loftið. Þegar vefurinn yrði tilbúinn þá myndu sveitarfélögin, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, taka yfir umsjónina en ferðaþjónustuaðilar bæru sjálfir ábyrgð á því að koma upplýsingum um breytingar á framfæri.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu.

Kristján kom að nýju inn á fundinn kl. 10:15.

Byggðaráð - 692. fundur - 06.03.2014

Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 08:42 við umfjöllun og afgreiðslu. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.

Á 691. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Á 687. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2014 var til umfjöllunar erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013. Fram kom meðal annars að Ferðatröll óskaðu eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga. Byggðarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlega rekstrarkostnað og hlutverk.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá Ferðatröllum, dagsett þann 12. febrúar 2014, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Hluti Dalvíkurbyggðar yrði kr. 745.470 með vsk. Ferðatröll mun sjá um verkefnisstjórn og framkvæmd verkefnisins á meðan vefurinn er að fara í loftið. Þegar vefurinn yrði tilbúinn þá myndu sveitarfélögin, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, taka yfir umsjónina en ferðaþjónustuaðilar bæru sjálfir ábyrgð á því að koma upplýsingum um breytingar á framfæri.

Til umræðu ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu.


Margrét vék af fundi kl. 08:51.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að taka þátt í ofangreindu verkefni með fyrirvara um afgreiðslu Fjallabyggðar á erindinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa kr. 300.000 á lið 21-50-4915 vegna þessa verkefnis og að auki verði gerður viðauki við deild 21-50 að upphæð kr. 450.000 fyrir þeim kostnaði sem upp á vantar og gengið verði á hagnað á móti.

Kristján kom inn á fundinn að nýju kl. 8:51.

Byggðaráð - 697. fundur - 08.05.2014

Á 692. fundi byggðarráðs þann 6. mars 2014 samþykkti byggðarráð að taka þátt í verkefni um samstarf um sameiginlega ferðamálasíðu með Fjallabyggð og Ferðatröllum.

Með fundarboði byggðarráð fylgdi:
a) Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um gerð og rekstur heimasíðunnar www.visittrollaskagi.is. Samningurinn gildir í 4 ár frá undirskrift og uppsagnartími eru 3 mánuðir.
b) Verkefnalýsing á milli Ferðatrölla, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, undirrituð þann 11. apríl 2014, um ofangreint verkefni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum samningum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Atvinnumála- og kynningarráð - 2. fundur - 03.09.2014

Upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu mála hvað varðar heimasíðuna www.visitrollaskagi.is, en áformað var að hún færi í loftið 13. júní s.l. samkvæmt verkáætlun.
Lagt fram.