Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer
Kristján E. Hjartarson gerðir grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 10:05. Varaformaður tók við fundarstjórn.
Á 687. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2014 var til umfjöllunar erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013. Fram koma meðal annars að Ferðatröll óskaðu eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga. Byggðarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlega rekstrarkostnað og hlutverk.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá Ferðatröllum, dagsett þann 12. febrúar 2014, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga.
Hluti Dalvíkurbyggðar yrði kr. 745.470 með vsk. Ferðatröll mun sjá um verkefnisstjórn og framkvæmd verkefnisins á meðan vefurinn er að fara í loftið. Þegar vefurinn yrði tilbúinn þá myndu sveitarfélögin, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, taka yfir umsjónina en ferðaþjónustuaðilar bæru sjálfir ábyrgð á því að koma upplýsingum um breytingar á framfæri.
Til umræðu ofangreint.