Byggðaráð

691. fundur 20. febrúar 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Jóhann Ólafsson, áheyrnarfulltrúi, kom á fundinn kl. 9:12.

1.Frá Ríkiskaupum; Aðild að Rammasamningum Ríkiskaupa 2014.

Málsnúmer 201402064Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 13. febrúar 2014, þar sem fram kemur að lokafrestur til að skila inn staðfestingu á aðild að Rammasamningum 2014 er til föstudagsins 28. febrúar n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð verði áfram með aðild að Rammasamningum Ríkiskaupa.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar, 812. fundur.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Tekin fyrir 812. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. janúar 2014.
Lögð fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201311134Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2014.

Málsnúmer 201402049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. febrúar 2014, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur í styrktarstjóð EBÍ er til lok apríl n.k. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókna og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdarstjórnar til skoðunar.

5.Frá UT-teymi; Verðfyrirspurn vegna kaupa á tölvubúnaði 2014.

Málsnúmer 201401075Vakta málsnúmer

Á fundi UT-teymis þann 5. febrúar s.l. var til umfjöllunar verðfyrirspurn í tölvubúnað fyrir Dalvíkurbyggð í samræmi við endurnýjunaráætlun og starfs- og fjárhagsáætlun 2014.

UT-teymið leggur til að gengið verði til samninga við Advania á grundvelli fyrirliggjandi verðfyrirspurnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Advania um kaup á tölvubúnaði 2014 samkvæmt fjárhagsáætlun.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að UT-teymið fái fullnaðarumboð til þess að ganga frá tölvu- og hugbúnaðarkaupum svo lengi sem það er innan starfs- og fjárhagsáætlunar og innkaupareglna.

6.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Gagnagátt frá OneSystems; kaup og innleiðing.

Málsnúmer 201402054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 18. febrúar 2014, þar sem lagt er til kaup á Gagnagátt frá OneSystems, en ekki er gert ráð fyrir þessari viðbót í starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Óskað er heimildar til að nýta hluta af fjárhæð til kaupa og innleiðingar á Gagnagátt af nýkaupaheimild á deild 21-40 samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2014 í stað tölvubúnaðar sem ekki þarf að festa kaup á.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni.

7.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ímynd Dalvíkurbyggðar, skv. starfsáætlun 2014.

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Á 689. fundi byggðarráðs þann 23. janúar 2014 til umfjöllunar fyrirhuguð verkefnavinna um ímynd Dalvíkurbyggðar, sbr. starfs- og fjárhagsáætlun 2014. Byggðarráð fól upplýsingafulltrúa og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að málinu og koma með nánari útfærslur á verkefninu.

Með fundarboð byggðarráðs fylgdu drög að verkefnaáætlun til upplýsingar.
Lagt fram til kynningar.

8.Samstarf um innheimtuþjónustu: samningsdrög við Motus.

Málsnúmer 201401139Vakta málsnúmer

Á 690. fundi byggðarráðs þann 6. febrúar 2014 samþykkti byggðarráð að gengið verði til samninga við Motus hvað varðar samstarf um innheimtuþjónustu.

Á fundinum voru kynnt drög að samningi við Motus.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.

9.Skipurit Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201308063Vakta málsnúmer

Á 671. fundi byggðarráðs þann 29. ágúst 2013 var til umfjöllunar drög að skipuriti Dalvikurbyggðar í samræmi við nýja Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Skipuritið var rætt og ræddar voru hugmyndir og breytingar. Afgreiðslu frestað.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu ný drög að skipuriti fyrir Dalvíkurbyggð.
Til umræðu á fundinum.

10.Frá Golfklúbbnum Hamar; Möguleg ný staðsetning golfvallar.

Málsnúmer 201402063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars Gísli Bjarnason og Sigurður Jörgen Óskarsson, kl. 9:09.

Jóhann Ólafsson kom á fundinn kl.9:12 undir þessum dagskrárlið.

Til umræðu mögulega ný staðsetning golfvallar.

Gísli og Sigurður Jörgen viku af fundi kl. 10:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Golfklúbbnum Hamar heimild til að skoða málið áfram og velta upp hugmyndum með umhverfis- og tæknisviði, meðal annars í tengslum við hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi vegna skíðasvæðisins.

11.Frá Ferðatröllum: Erindi frá Ferðatröllum.

Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer

Kristján E. Hjartarson gerðir grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 10:05. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Á 687. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2014 var til umfjöllunar erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013. Fram koma meðal annars að Ferðatröll óskaðu eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga. Byggðarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlega rekstrarkostnað og hlutverk.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá Ferðatröllum, dagsett þann 12. febrúar 2014, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Hluti Dalvíkurbyggðar yrði kr. 745.470 með vsk. Ferðatröll mun sjá um verkefnisstjórn og framkvæmd verkefnisins á meðan vefurinn er að fara í loftið. Þegar vefurinn yrði tilbúinn þá myndu sveitarfélögin, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, taka yfir umsjónina en ferðaþjónustuaðilar bæru sjálfir ábyrgð á því að koma upplýsingum um breytingar á framfæri.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu.

Kristján kom að nýju inn á fundinn kl. 10:15.

12.Frá innanríkisráðuneytinu; fundur um frumvörp að breytingum á umdæmum sýslumanna og löreglu 14. febrúar s.l.

Málsnúmer 201402066Vakta málsnúmer

Föstudaginn 14. febrúar s.l. voru fulltrúar sveitarfélaga í Eyþingi, ásamt stjórn Eyþings, boðaðir til fundar á vegum innanríkisráðuneytisins um frumvörp að breytingum á umdæmum sýslumanna og lögreglu.

Jóhann Ólafsson og Anna Guðný Karlsdóttir sóttu fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Jóhann gerði byggðaráði grein fyrir fundinum.
Lagt fram til kynningar.

Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi kl. 10:28.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.