Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401139

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 690. fundur - 06.02.2014

Dalvíkurbyggð hefur átt samstarf við Motus um innheimtuþjónustu á undanförnum árum skv. samningi þar um. Fyrir liggur að Motus hefur áhuga á áframhaldandi samstarfi.

Einnig hafa fleiri fyrirtæki í innheimtuþjónustu haft samband og kynnt þjónustu sína.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindu og helstu forsendum.
Sviðsstjóri, í samráði við gjaldkera/innheimtufulltrúa Dalvíkurbyggðar, leggur til áframhaldi á samstarfi við Motus.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Motus. Samningsdrög komi fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

Byggðaráð - 691. fundur - 20.02.2014

Á 690. fundi byggðarráðs þann 6. febrúar 2014 samþykkti byggðarráð að gengið verði til samninga við Motus hvað varðar samstarf um innheimtuþjónustu.

Á fundinum voru kynnt drög að samningi við Motus.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir.