Byggðaráð

690. fundur 06. febrúar 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Valdís Guðbrandsdóttir boðaði forföll og Guðmundur St. Jónsson mætti á fundinn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401069Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Félagslegar íbúðir; sala íbúða

Málsnúmer 201401068Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri félagsmálasviðs kynnti hvaða félagslegu íbúðum væri hægt að bæta á söluskrá. Á söluskrá eru nú 2 íbúðir. Hægt er að bæta við 6 íbúðum á söluskrá og en taka þarf eina íbúð af söluskrá á móti.

Eyrún vék af fundi kl. 09:16
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fleiri íbúðir verði ekki settar á söluskrá að sinni og að ein íbúð verði tekin af söluskrá.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401118Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209004Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401146Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Nýtt símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð; tilboð frá Símanum.

Málsnúmer 201401138Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 er gert ráð fyrir innleiðinu á nýju símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð; þ.e. allar stofnanir og fyrirtæki.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir tilboði frá Símanum í í IP hýst einkasímakerfi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga til samninga við Símann á grundvelli þeirra forsenda sem kynntar voru á fundinum.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401139Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð hefur átt samstarf við Motus um innheimtuþjónustu á undanförnum árum skv. samningi þar um. Fyrir liggur að Motus hefur áhuga á áframhaldandi samstarfi.

Einnig hafa fleiri fyrirtæki í innheimtuþjónustu haft samband og kynnt þjónustu sína.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir ofangreindu og helstu forsendum.
Sviðsstjóri, í samráði við gjaldkera/innheimtufulltrúa Dalvíkurbyggðar, leggur til áframhaldi á samstarfi við Motus.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Motus. Samningsdrög komi fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu.

8.Frá Umhverfisstofnun; Samningur um Friðland Svarfdæla, óundirrituð drög.

Málsnúmer 201302077Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi drög að samningi á milli Umhverfisstofnunar og Dalvíkurbyggðar um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla í Svarfaðardal.

Gildistími samnings þessa er 5 ár frá undirritun og staðfestingu umhverfis- og auðlindaráðherra. Hvor samningsaðili um sig getur óskað eftir endurskoðun á samningi þessum hvenær sem er. Þó skal endurskoða samninginn eigi síðar en að 3 árum liðnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

9.Viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205081Vakta málsnúmer

Á 689. fundi byggðarráðs þann 23. janúar s.l. kom sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðurlands á fund byggðaráðs og kynnti starfsemi sjóðsins. Á 687. fundi byggðaráðs þann 9. janúar s.l. var samþykkt að fara í viðræður við Sparisjóð Norðurlands þar sem kannaður verði áhugi Sparisjóðs Norðurlands um viðskipti við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Sparisjóður Norðurlands verði viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar, á meðan annað er ekki ákveðið.

10.Frá Samfylkingunni; Ályktun frá stjórn Landsamtakana 60+

Málsnúmer 201401144Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Samfylkingunni, dagsett þann 27. janúar 2014, þar sem fram kemur að landssamband 60+ innan Samfylkingarinnar gerir alvarlegar athugasemdir við vaxandi einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila á Íslandi.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs