Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2014.

Málsnúmer 201402049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 691. fundur - 20.02.2014

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. febrúar 2014, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur í styrktarstjóð EBÍ er til lok apríl n.k. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókna og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdarstjórnar til skoðunar.

Byggðaráð - 693. fundur - 20.03.2014

Á 691. fundi byggðarráðs þann 20. febrúar 2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 4. febrúar 2014, þar sem fram kemur að umsóknarfrestur í styrktarstjóð EBÍ er til lok apríl n.k. Hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn og skulu umsóknir vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdarstjórnar til skoðunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem fram kemur tillaga framkvæmdastjórnar um að sækja um styrk vegna endurbyggingar á Tungurétt sem er áætlað að ljúki árið 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu framkvæmdastjórnar að sækja um styrk vegna Tunguréttar.

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. október 2014, þar sem fram kemur að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins þann 22. nóvember n.k. verður þá hlutfall af 50 m.kr. eða kr. 842.000. Árið 2013 var þessi upphæð til Dalvíkurbyggðar kr. 2.526.000 en gert var ráð fyrir sömu fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014.
Lagt fram til kynningar.