Byggðaráð

687. fundur 09. janúar 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson kom á fundinn undir 3. lið kl. 8:40.

1.Reglur um afslátt á móti fasteignaskatti til tekjulágra elli-og lífeyrisþega, endurskoðun 2014.

Málsnúmer 201401031Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar fyrir árið 2014.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum tillögu að efnislegum breytingum á reglunum.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum 4% hækkun þannig að styrkur á móti fasteignaskatti verður að hámarki árið 2014 kr. 53.854. tekjuviðmið einstaklinga verði kr. 1.977.181, og tekjuviðmið hjóna/sambúðarfólks verði kr. 2.728.769.

2.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka, endurskoðun 2014.

Málsnúmer 201401030Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2014. Ekki eru gerðar tillögur um efnislegar breytingar frá fyrra ári.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum reglurnar eins og þær liggja fyrir.

3.Frá framkvæmdastjórn;Símareglur Dalvíkurbyggðar, endurskoðun 2014.

Málsnúmer 201401032Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga frá framkvæmdastjórn ( sveitarstjóri og sviðsstjórar) hvað varðar endurskoðun á reglum Dalvíkurbyggðar um notkun og greiðslur á síma fyrir starfsmenn Dalvíkurbyggðar.

Óskar Óskarsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 08:40.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglurnar eins og þær liggja fyrir.

4.Frá forsætisráðuneytinu;Styrkúthlutun 2013- Ungó, Hafnarbraut 29.

Málsnúmer 201306021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 27. desember 2013, þar sem tilkynnt er að ákveðið hefur verið að veita kr. 10.000.000 styrk til viðgerðar á steyptum útveggjum húss Leikfélags Dalvíkur (Ungó). Skal styrkurinn nýttur til endurnýjunar á gluggum í upprunalegri gerð.
Lagt fram til kynningar.

5.Viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205081Vakta málsnúmer

Á 636. fundi bæjarrráðs þann 25. september 2012 lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að Sparisjóður Svarfdæla verði áfram viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þar til annað verður ákveðið, þar sem fyrir lá að Landsbankinn féll frá kaupum á Sparisjóðnum.

Nú liggur fyrir að Sparisjóður Svarfdæla hefur sameinast Sparisjóði Norðurlands undir nafni Sparisjóðs Norðurlands.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í viðræður við Sparisjóð Norðurlands þar sem kannaður verði áhugi Sparisjóðs Norðurlands um viðskipti við sveitarfélagið.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201209004Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201401005Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 810. og 811. fundur stjórnar Sambandsins.

Málsnúmer 201301139Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu 810. og 811. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

9.Frá Ferðatröllum, ósk um samstarf við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um ferðamálasíðu.

Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs, Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 09:44.

Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 9:44. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013 þar sem vísað er í fund þann 17. desember 2013 með forsvarsmönnum frá bæði Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Farið var meðal annars í gegnum hvernig Norðurland er kynnt á vefnum og hvernig kynningarmálum á hverju svæði fyrir sig er háttað. Í framhaldi af kynningu um síður sem ýmist hafa verið fjármagnaðar að fullu eða hluta af opinberum aðilum og í sumum tilfellum í samstarfi við samtök ferðaþjónustuaðila óskar ferðamálafélagið Ferðatröll hér með eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma slíkri ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Áætlaður kostnaður við kaup á vefkerfi með hönnun og uppsetningu er um kr. 700.000 án vsk.

Margrét vék af fundi kl. 09:59.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlegan rekstrarkostnað og hlutverk.

Kristján E. Hjartarson kom inn á fundinn að nýju kl. 10:00.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs