Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs, Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 09:44.
Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 9:44. Varaformaður tók við fundarstjórn.
Tekið fyrir erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013 þar sem vísað er í fund þann 17. desember 2013 með forsvarsmönnum frá bæði Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Farið var meðal annars í gegnum hvernig Norðurland er kynnt á vefnum og hvernig kynningarmálum á hverju svæði fyrir sig er háttað. Í framhaldi af kynningu um síður sem ýmist hafa verið fjármagnaðar að fullu eða hluta af opinberum aðilum og í sumum tilfellum í samstarfi við samtök ferðaþjónustuaðila óskar ferðamálafélagið Ferðatröll hér með eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma slíkri ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga.
Áætlaður kostnaður við kaup á vefkerfi með hönnun og uppsetningu er um kr. 700.000 án vsk.
Margrét vék af fundi kl. 09:59.