Byggðaráð

692. fundur 06. mars 2014 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Dalverk eignarhaldsfélag ehf. og fasteignin nr. 31 við Sandskeið á Dalvík.

Málsnúmer 201212035Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 8:15.

Að beiðni Óskars Óskarssonar er málið tekið á dagskrá byggðarráðs þar sem Hallgrímur Hreinsson f.h. Dalverks eignarhaldsfélags ehf. leitaði til hans vegna máls er varðar lóðarleigusamning vegna Sandskeiðs 31 á Dalvík. Málið tengist einnig viðbrögðum sveitarfélagsins vegna meintra landvinninga Dalverks ehf. við Sandskeið 31.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl.08:41.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá Ferðatröllum; Erindi frá Ferðatröllum.

Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer

Kristján E. Hjartarson gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 08:42 við umfjöllun og afgreiðslu. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 8:42.

Á 691. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Á 687. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2014 var til umfjöllunar erindi frá Ferðatröllum, bréf dagsett þann 18. desember 2013. Fram kom meðal annars að Ferðatröll óskaðu eftir formlegu samstarfi við Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð um að koma ferðamálasíðu í loftið fyrir utanverðan Tröllaskaga. Byggðarráð tók jákvætt í erindið en óskaði eftir nánari upplýsingum, meðal annars hvað varðar mánaðarlega rekstrarkostnað og hlutverk.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi uppfært erindi frá Ferðatröllum, dagsett þann 12. febrúar 2014, ásamt ítarupplýsingum vegna landshlutasíðu fyrir utanverðan Tröllaskaga.

Hluti Dalvíkurbyggðar yrði kr. 745.470 með vsk. Ferðatröll mun sjá um verkefnisstjórn og framkvæmd verkefnisins á meðan vefurinn er að fara í loftið. Þegar vefurinn yrði tilbúinn þá myndu sveitarfélögin, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, taka yfir umsjónina en ferðaþjónustuaðilar bæru sjálfir ábyrgð á því að koma upplýsingum um breytingar á framfæri.

Til umræðu ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta afgreiðslu.


Margrét vék af fundi kl. 08:51.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að taka þátt í ofangreindu verkefni með fyrirvara um afgreiðslu Fjallabyggðar á erindinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa kr. 300.000 á lið 21-50-4915 vegna þessa verkefnis og að auki verði gerður viðauki við deild 21-50 að upphæð kr. 450.000 fyrir þeim kostnaði sem upp á vantar og gengið verði á hagnað á móti.

Kristján kom inn á fundinn að nýju kl. 8:51.

3.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Aðalfundur 2014 og auglýsing eftir framboðum í stjórn.

Málsnúmer 201402128Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, dagsett þann 28. febrúar 2014, þar sem fram kemur að aðalfundur sjóðsins verður fimmtudaginn 27. mars n.k. kl. 14:00 á Grand hóteli Reykjavík.
Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

Einnig fylgdi frá Lánasjóði sveitarfélaga auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett þann 28. febrúar 2014. Framboðum skal skilað í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 21. mars n.k. og kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihalds bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að þeim gefist tími til að skila inn framboðum.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá UMSE; Boð á 93. ársþing UMSE.

Málsnúmer 201402124Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá UMSE, dagsett þann 27. febrúar 2014, þar sem fram kemur að 93. ársþing UMSE verður haldið að Rimum í Svarfaðardal 13. mars n.k. UMSE býður fulltrúa sveitarfélagsins að sitja þingið og óskað er eftir að fá upplýsingar í síðasta lagi 6. mars um það hvort fulltrúi Dalvíkurbyggðar mætir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Valdís Guðbrandsdóttir verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar.

5.Frá Lund; International days of Lund.

Málsnúmer 201402094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá vinabænum Lund í Svíðþjóð, rafpóstur dagsettur þann 26. febrúar 2014, þar sem boðið er upp á þátttöku í ráðstefnu er ber heitið International days of Lund sem haldin verður 15. - 18. maí n.k. Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist fyrir 2. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Hamar; Boð á fund í Hamar um málefni vinabæjasamstarfs.

Málsnúmer 201310034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá vinabænum Hamar í Noregi, dagsett þann 9. janúar 2014, þar sem boðað er til fundar í Hamar mánudaginn 1. september 2014 um málefni vinabæjasamstarfs. Skipulögð verður dagskrá frá 1. - 3. september n.k.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Varasjóði húsnæðismála; Úthlutun viðbótarframlags vegna sölu félagslegra íbúða.

Málsnúmer 201402100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 19. febrúar 2014, þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð hefur fengið viðbótarframlag úr sjóðnum að upphæð kr. 4.332.882 vegna sölu á íbúðum. Áður var Dalvíkurbyggð búið að fá greitt framlag að upphæð kr. 4.455.707.
Lagt fram til kynningar.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201402081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201403020Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Samningur um nýtt símakerfi fyrir Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201401138Vakta málsnúmer

Á 690. fundi byggðarráðs þann 6. febrúar 2014 var samþykkt að ganga til samninga við Símann um kaup á IP hýstu einkasímakerfi fyrir Dalvíkurbyggð. Ákvörðun byggðarráðs var staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar þann 18. febrúar 2014.

Fyrir liggur þjónustusamningur um Símavist til 3ja ára.
Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða með 3 atkvæðum eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

11.Frá Félagi eldri borgara; Samningur um styrk vegna snjómoksturs.

Málsnúmer 201402090Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að endurskoðun á gildandi samningi frá árinu 2007 á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara er varðar stuðning við félagsstarf á vegum félagsins; einkum til að mæta kostnaði félagsins við snjómokstur.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi einnig erindi frá Félagi eldri borgara, bréf dagsett þann 3. mars 2014, þar sem til umfjöllunar er samningur um styrk vegna snjómoksturs við félagsheimilið Mímisbrunn frá árinu 2007. Fram kemur að samkvæmt reikningum félagsins þá bera þeir ekki með sér innborganir vegna umrædds samnings frá árinu 2007. Stjórn félagsins óskar eftir að samningurinn verði framreiknaður allan samningstímann, til dæmis samkvæmt byggingavísitölu, og upphæðin greidd til félagsins.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samningsdrögin eins og þau liggja fyrir með þeim breytingum að upphæðin verði kr. 150.000, samingurinn verði tímabundinn og taki breytingum skv. vísitölu.
Vísað á deild 02-40;Málefni aldraða.

b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gildandi samningur frá árinu 2007 verði efndur og samkvæmt forsendum þess samnings. Vísað á deild 02-40; Málefni aldraðra.

12.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; endurskoðun - til umræðu.

Málsnúmer 201403021Vakta málsnúmer

Til umræðu gildandi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og mögulegar breytingar á Samþykktunum og ráðum/nefndum.
Lagt fram til kynningar.

13.Heimsókn frá yfirmönnum Símans; létt spjall.

Málsnúmer 201402078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 10:05 frá Símanum Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Símans, Elín Rós Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar Símans og Jón Marínó Sævarsson, deildarstjóri viðskiptastýringar á Akureyri. Frá Dalvíkurbyggð komu á fundinn Þorsteinn Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, og Bjarni Jóhann Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður.

Til umræðu framboð Símans á þjónustu í Dalvíkurbyggð meðal annars hvað varðar fjarskiptasambönd.

Guðmundur Stefán, Elín Rós og Jón Marinó viku af fundi kl.11:05.
Þorsteinn og Bjarni viku af fundi kl.11:05.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.