Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að endurskoðun á gildandi samningi frá árinu 2007 á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara er varðar stuðning við félagsstarf á vegum félagsins; einkum til að mæta kostnaði félagsins við snjómokstur.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi einnig erindi frá Félagi eldri borgara, bréf dagsett þann 3. mars 2014, þar sem til umfjöllunar er samningur um styrk vegna snjómoksturs við félagsheimilið Mímisbrunn frá árinu 2007. Fram kemur að samkvæmt reikningum félagsins þá bera þeir ekki með sér innborganir vegna umrædds samnings frá árinu 2007. Stjórn félagsins óskar eftir að samningurinn verði framreiknaður allan samningstímann, til dæmis samkvæmt byggingavísitölu, og upphæðin greidd til félagsins.
Vísað á deild 02-40;Málefni aldraða.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gildandi samningur frá árinu 2007 verði efndur og samkvæmt forsendum þess samnings. Vísað á deild 02-40; Málefni aldraðra.