Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 18. nóvember 2013, þar sem vísað er til erindis Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 14. maí 2013, þar sem óskað er eftir aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að íþyngjandi kostnaði vegna snjómoksturs í þéttbýli sveitarfélagsins á árinu 2012 umfram þau framlög sem sveitarfélagið fékk vegna snjómoksturs á grundvelli útgjaldajöfnunarframlaga sjóðsins.
Fram kemur að ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti tillögu um úthlutun framlags til Dalvíkurbyggða að fjárhæð kr. 6.170.121 vegna íþyngjandi kostnaðar við snjómokstur á árinu 2012.