Byggðaráð

663. fundur 16. maí 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Bakkabræðrasetur

Málsnúmer 201304089Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 37. fundi menningarráðs þann 2. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fór yfir fund sem hann og sveitarstjóri áttu með formanni og gjaldkera Leikfélags Dalvíkur um mögulega samnýtingu á húsnæði Ungó og Sigtúns með Bakkabræðrasetri. Niðurstaða fundarins var að félagið telur að samstarfið geti vel gengið og að hendi þess verði lagt kapp á að ná fram niðurstöðu sem henti báðum aðilum.
Jafnframt upplýsti sviðsstjóri og formaður um fund sem þau áttu ásamt sveitarstjóra og forsvarsmanni Bakkabræðraseturs þar sem rætt var um hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að gengið verði til samninga. Meðal forsenda er að stofnað verði sér félag um reksturinn og verði íbúum sveitarfélagsins gert mögulegt að vera aðilar að fyrirtækinu/félaginu.

Sviðstjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundum sem þær hafa átt með forsvarsmönnum Bakkabræðaseturs og Leikfélagi Dalvíkur ásamt formanni menningarráðs.
Einnig voru drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabræðaseturs kynnt á fundinum.

Hildur Ösp vék af fundi.
















Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í menningarráði.

2.Frá 247. fundi sveitarstjórnar; Landbúnaðarmál; ástand heyforða.

Málsnúmer 201305017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var lögð fram greinargerð sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs hvað varðar 10. lið c).

Til máls tók:
Jóhann Ólafsson.
Svanfríður Inga Jónasdóttir.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs.

Tillaga forseta um að byggðarráð fái fullnaðarumboð til þess að klára þetta mál samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir viðbrögðum við bréfi sem hann sendi út s.l. föstudag til sauðfjárbænda í sveitarfélaginu og vettvangsferð sviðstjóra og formanns landbúnaðarráðs í gær.
Börkur Þór vék af fundi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að þátttaka Dalvíkurbyggðar í snjómokstri hjá þeim sauðfjárbændum sem hafa óskað eftir aðstoð samkvæmt viðbrögðum við bréfi sviðstjóra verði allt að 4 tímum á stað.  Verktaki velur viðeigandi tæki í samráði við bónda.  Dalvíkurbyggð greiðir milliferðir.  Þak Dalvíkurbyggðar á heildarkostnaði vegna þessa verkefni er kr. 500.000.  Sviðstjóri hefur heimild til þess að veita aðstoð á einhverjum stöðum umfram ofangreinda 4 tíma  ef snjóalög eru meiri en að jafnaði.    Ofangreint tekur gildi miðað við föstudaginn 10. maí 2013.  Vísað á málaflokk 13; landbúnaðarmál.

3.Frá Landskerfi bókasafna hf.; Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2013.

Málsnúmer 201305045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett þann 10. maí 2013, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. föstudaginn 24. maí kl. 14:30 að Höfðatúni 2, 105. Reykjavík.

Lagt fram.

4.Frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins; Ársfundur LSR og LH.

Málsnúmer 201305042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf, ódagsett, frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga þar sem boðað er til ársfundar LSR og LH fimmtudaginn 23. maí að Engjateigi 11 í Reykjavík og hefst fundurinn kl. 15:00.

Launagreiðendur sem greiða iðgjald fyrir starfsmenn sína til LSR eða LH eiga rétt á að senda einn eða fleiri fulltrúa á ársfundinn.
Lagt fram.

5.Frá Landsbyggðin lifir; Heimsóknir á vegum Landsbyggðin lifi.

Málsnúmer 201305032Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Landbyggðin lifir, dagsettur þann 12. maí 2013, þar sem fram kemur að LBL hefur ákveðið að fara ferð um landið og ræða við fólk um hvert Landsbyggðin lifi stefnir, framtíðina og annað sem fólk vill tala um. Þeir sem eru áhugasamir um að hitta gjaldkera og ritara LBL geta haft samband en þau verða á ferðinni 13. - 18. maí.
Byggðarráð bíður fulltrúa Landbyggðin lifir velkomna í heimsókn.

6.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017; undirbúningur.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Björn Snorrason mætti á fundinn undir þessum lið kl. 09:53.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2014-2017.

Einnig fylgdi með til upprifjunar samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:

Apríl- maí (þegar ársreikningur liggur fyrir):
a) Framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd ræða um og koma með hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu.
b) Umræða í bæjarráði um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Teknar til umfjöllunar tillögur og áherslur úr framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd.
c) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri taka saman helstu forsendur og leggur fyrir bæjarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Upplýsinga er m.a. aflað um atvinnuástand, verðlagsbreytingar og kjarasamningamál.
d) Bæjarráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu

Til umræðu áherslur, markmið og stefna í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins.
a)  Byggðarráð samþykkir  samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að tímaramma eins og hann liggur fyrir.

7.Frá fræðsluráði; Útileiksvæði í Árskógi.

Málsnúmer 201303098Vakta málsnúmer

Á 173. fundi fræðsluráðs þann 8. maí 2013 var eftirfarandi bókað:

Tekið var fyrir erindi skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs Eyfjörð Gunnþórssonar Ósk um viðbótarfjárveitingu vegna lóðar dagsett í maí 2013. Þar kemur fram beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna lóðarinnar við Árskógarskóla upp á 2.000.000 kr. og rökstuðningur vegna þessa.

Fræðsluráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en vísar henni til afgreiðslu Byggðaráðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað skólastjóra Árskógarskóla, sbr. ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.000.000  vegna útileiksvæðis við Árskógarskóla.

8.Frá Verkfræðistofu Norðurlands hf; Ljósleiðarakerfi - skýrsla.

Málsnúmer 201301072Vakta málsnúmer


Á 653. fundi byggðarráðs þann 24. janúar 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra til bæjarráðs, dagsett þann 22. janúar 2013, um fund sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar áttu með fulltrúum frá Verkfræðistofu Norðurlands þann 22. janúar 2013. Tilgangur fundarins var að kynna þjónustu sem fyrirtæki hefur verið að veita sveitarfélögum varðandi skipulag og hönnun framtíðarfjarskipta innan sveitarfélaganna.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi skýrsla frá Verkfræðistofu Norðurlands hf., dagsett í apríl 2013; Ljósleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat.

Til umræðu.
Frekari umfjöllun  frestað til næsta fundar.

9.Lokastígur 2 0203, tilboð.

Málsnúmer 201203064Vakta málsnúmer

Á 662. fundi byggðarráðs þann 10. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Á fundinum var tekið til umfjöllunar kauptilboð í fasteign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 0203, fastanúmer 215-5076, dagsett þann 7. maí 2013 að upphæð kr. 6.250.000 frá Jam íbúðum ehf., kt. 440211-0110. Ásett verð er kr. 7.000.000.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindu kauptilboði.

Á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 var ofangreindum lið í fundargerð byggðarráðs vísað til byggðarráðs til úrvinnslu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi nýtt tilboð frá JAM íbúðir ehf., kt. 440211-0110, dagsett þann 10. maí 2013, að upphæð kr. 6.600.000 í húseign Dalvíkurbyggðar við Lokastíg 2, íbúð 0203, fastanúmer 215-5076.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu tilboði.Rökstuðningur:Vegna erfiðra aðstæðna á húsnæðismarkaði í Dalvíkurbyggð þar sem íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs standa auðar og mikill þrýstingur er á leigumarkaði samþykkir byggðarráð að hafna kauptilboði í Lokastíg 2.  Þá samþykkir byggðarráð samhljóða með 3 atkvæðum að að svo stöddu verði ekki af frekari sölu á leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins.

10.Reglur um sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Málsnúmer 201305047Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um sölu íbúða í eigu Dalvíkurbyggðar sem staðfestar voru í bæjarstjórn þann 24. janúar 2012.

Til umræðu endurskoðun á reglunum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka reglur um sölu á ibúðum í eigu Dalvíkurbyggðar til endurskoðunar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs