Bakkabræðrasetur

Málsnúmer 201304089

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 37. fundur - 02.05.2013

Sviðsstjóri fór yfir fund sem hann og sveitarstjóri áttu með formanni og gjaldkera Leikfélags Dalvíkur um mögulega samnýtingu á húsnæði Ungó og Sigtúns með Bakkabræðrasetri. Niðurstaða fundarins var að félagið telur að samstarfið geti vel gengið og að hendi þess verði lagt kapp á að ná fram niðurstöðu sem henti báðum aðilum.Jafnframt upplýsti sviðsstjóri og formaður um fund sem þau áttu ásamt sveitarstjóra og  forsvarsmanni Bakkabræðraseturs þar sem rætt var um hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að gengið verði til samninga. Meðal forsenda er að stofnað verði sér félag um reksturinn og verði íbúum sveitarfélagsins gert mögulegt að vera aðilar að fyrirtækinu/félaginu.

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 37. fundi menningarráðs þann 2. maí 2013 var eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fór yfir fund sem hann og sveitarstjóri áttu með formanni og gjaldkera Leikfélags Dalvíkur um mögulega samnýtingu á húsnæði Ungó og Sigtúns með Bakkabræðrasetri. Niðurstaða fundarins var að félagið telur að samstarfið geti vel gengið og að hendi þess verði lagt kapp á að ná fram niðurstöðu sem henti báðum aðilum.
Jafnframt upplýsti sviðsstjóri og formaður um fund sem þau áttu ásamt sveitarstjóra og forsvarsmanni Bakkabræðraseturs þar sem rætt var um hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að gengið verði til samninga. Meðal forsenda er að stofnað verði sér félag um reksturinn og verði íbúum sveitarfélagsins gert mögulegt að vera aðilar að fyrirtækinu/félaginu.

Sviðstjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundum sem þær hafa átt með forsvarsmönnum Bakkabræðaseturs og Leikfélagi Dalvíkur ásamt formanni menningarráðs.
Einnig voru drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabræðaseturs kynnt á fundinum.

Hildur Ösp vék af fundi.
















Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í menningarráði.

Menningarráð - 38. fundur - 30.05.2013

Með fundarboði fylgdu drög að samningi Dalvíkurbyggðar við Bakkabræðrasetur um leigu á hluta húsnæðis Sigtúns sem og samstarfssamningur  sem Leikfélag Dalvíkur og Bakkabræðrasetur hafa gert sín á milli. Formaður Menningarráðs og sviðsstjóri fóru yfir vinnuferlið og stöðu mála. Jafnframt var upplýst að um á næstu dögum verður gerður nýr húsaleigusamningur við Leikfélagið um þann hlutu Sigtúns sem það hefur til umráða sem og um frístandandi bílskúr á baklóðinni. Menningarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.