Menningarráð

37. fundur 02. maí 2013 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Framtíðarnýting á Ungó og Sigtúni

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Fundurinn hófst á skoðun á húsakynnum í Sigtúni og Ungó. Með í þeirri ferð voru jafnframt Ingvar Kristinsson umsjónarmaður fasteigna Dalvíkurbyggðar og Kristján Guðmundsson formaður Leikfélags Dalvíkur.

2.Logo f. Byggðasafnið Hvol

Málsnúmer 201304083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir safnstjóri fundinn.Íris kynnti tillögu að merki (lógó) fyrir Byggðasafnið Hvol sem Hlín Ólafsdóttir graffískur hönnuður hefur hannað fyrir safnið. Menningarráð lýsir ánægju sinni með merkið.

3.Ársskýrsla 2012

Málsnúmer 201304004Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns fundinn. Laufey fór yfir helstu þætti í ársskýslu bókasafnins. Menningarráð þakkar henni fyrir upplýsingarnar og skýrsluna.

4.Ársskýrsla

Málsnúmer 201304003Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns fundinn.Laufey fór yfir helstu þætti ársskýslu Héraðsskjalasafns Svarfæla. Menningarráð þakkar henni fyrir upplýsingarnar og skýrsluna.

5.Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201211032Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

6.Bakkabræðrasetur

Málsnúmer 201304089Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir fund sem hann og sveitarstjóri áttu með formanni og gjaldkera Leikfélags Dalvíkur um mögulega samnýtingu á húsnæði Ungó og Sigtúns með Bakkabræðrasetri. Niðurstaða fundarins var að félagið telur að samstarfið geti vel gengið og að hendi þess verði lagt kapp á að ná fram niðurstöðu sem henti báðum aðilum.Jafnframt upplýsti sviðsstjóri og formaður um fund sem þau áttu ásamt sveitarstjóra og  forsvarsmanni Bakkabræðraseturs þar sem rætt var um hvaða forsendur þurfi að vera fyrir hendi til þess að gengið verði til samninga. Meðal forsenda er að stofnað verði sér félag um reksturinn og verði íbúum sveitarfélagsins gert mögulegt að vera aðilar að fyrirtækinu/félaginu.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir Varaformaður
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs