Frá bæjarstjóra; Ljósleiðarakerfi.

Málsnúmer 201301072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 653. fundur - 24.01.2013

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra til bæjarráðs, dagsett þann 22. janúar 2013, um fund sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar áttu með fulltrúum frá Verkfræðistofu Norðurlands þann 22. janúar 2013. Tilgangur fundarins var að kynna þjónustu sem fyrirtæki hefur verið að veita sveitarfélögum varðandi skipulag og hönnun framtíðarfjarskipta innan sveitarfélaganna.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013


Á 653. fundi byggðarráðs þann 24. janúar 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra til bæjarráðs, dagsett þann 22. janúar 2013, um fund sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar áttu með fulltrúum frá Verkfræðistofu Norðurlands þann 22. janúar 2013. Tilgangur fundarins var að kynna þjónustu sem fyrirtæki hefur verið að veita sveitarfélögum varðandi skipulag og hönnun framtíðarfjarskipta innan sveitarfélaganna.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi skýrsla frá Verkfræðistofu Norðurlands hf., dagsett í apríl 2013; Ljósleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat.

Til umræðu.
Frekari umfjöllun  frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 664. fundur - 23.05.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Friðrika Marteinsdóttir frá Verkfræðistofu Norðurlands hf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi skýrsla frá Verkfræðistofu Norðurlands hf., dagsett í apríl 2013; Ljóðsleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat, sem unnin var fyrir Dalvíkurbyggð.

Friðrika kynnti skýrsluna ásamt viðaukum.

Til umræðu ofangreint.

Friðrika og Þorsteinn viku af fundi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra veitu- og hafnasvið að afla nánari upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

Veitu- og hafnaráð - 7. fundur - 12.11.2013

Vegna umræðna sem átt hafa sér stað um ljósleiðaratengingu sveitafélaga var óskað eftir því að fá kynningu á því hvernig staða þessa máls væri í Dalvíkurbyggð. Umrætt málefni hefur ekki verið formlega falið veitu- og hafnaráði til umsjónar.
Ráðsmenn kynntu sér skýrslu sem unnin hefur verið fyrir sveitarstjórn um gagnaveitu fyrir Dalvíkurbyggð.