Á 653. fundi byggðarráðs þann 24. janúar 2013 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað bæjarstjóra til bæjarráðs, dagsett þann 22. janúar 2013, um fund sem fulltrúar Dalvíkurbyggðar áttu með fulltrúum frá Verkfræðistofu Norðurlands þann 22. janúar 2013. Tilgangur fundarins var að kynna þjónustu sem fyrirtæki hefur verið að veita sveitarfélögum varðandi skipulag og hönnun framtíðarfjarskipta innan sveitarfélaganna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Með fundarboði byggðarráðs fylgdi skýrsla frá Verkfræðistofu Norðurlands hf., dagsett í apríl 2013; Ljósleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat.
Til umræðu.