Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs.
Til umræðu staða mála hvað varðar heyforða bænda í sveitarfélaginu í tengslum við það fannfergi sem hefur verið í vetur og ástand túna.
Sviðstjórar gerðu grein fyrir þeim upplýsingum sem þeir hafa aflað um ofangreint.
Jóhann Ólafsson leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Byggðarráð Dalvíkurbyggðar skorar á atvinnuvegaráðherra og Bændasamtök Íslands að tryggja fjármagn til Bjargráðasjóðs svo hann geti brugðist við með sérstækum aðgerðum, umsóknum bænda á norðurlandi vegna heykaupa með sama hætti og gert hefur verið annars staðar. Rekja má heyskort til óvenjulegra þurrka s.l. sumar sem ollu verulegum uppskerubresti og síðan bætist við óvenjulangur vetur með löngum gjafatíma. Því telur byggðarráð að hér sé um óvenjulegar náttúrulegar aðstæður að ræða sem brýnt sé að bregðast við nú þegar.
Sveitarstjóri vék af fundi til annarra starfa undir þessum lið kl. 10:58.
Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi.