Sveitarstjórn

252. fundur 03. desember 2013 kl. 16:15 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson, mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll. Varamaður hans, Kristinn Ingi Valsson, mæti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 683, frá 28.11.2013.

2.Félagsmálaráð - 174, frá 27.11.2013.

3.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2014. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201310014Vakta málsnúmer

Á 251. fundi sveitarstjórn þann 19. nóvember s.l. var síðari umræðu um gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur frestað.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur þar sem gert er ráð fyrir að gjaldskráin verði óbreytt á milli áranna 2013 og 2014, í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar frá 251. fundi um að endurskoða hækkanir á þjónustugjaldskrám samkvæmt vísitölu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur eins og hún liggur fyrir.

4.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017. Síðari umræða.Til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Á 251. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember s.l. var síðari umræðu um fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 frestað. Sveitarstjórn samþykkti þá eftirfarandi:

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi 1. janúar nk. Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga. Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði.

Sveitarstjórn samþykkir því að fresta síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2014 og felur byggðarráði og sveitarstjóra að leggja nýja tillögu fyrir sveitarstjórn á fundi hennar þann 3. desember nk.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 til síðari umræðu.

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta:
2014 kr. 68.178.000 jákvæð.
2015 kr. 47.549.000 jákvæð.
2016 kr. 98.029.000 jákvæð.
2017 kr. 89.982.000 jákvæð.

Handbært fé frá reksti samstæðu:
2014 kr. 267.253.000
2015 kr. 257.350.000
2016 kr. 317.196.000
2017 kr. 312.053.000

Fjárfestingar samstæðu:
2014 kr. 310.530.000
2015 kr. 318.805.000
2016 kr. 225.060.000
2017 kr. 109.080.000

Lántaka samstæðu:
2014 kr. 210.000.000
2015 kr. 190.000.000
2016 kr. 60.000.000
2017 kr. 0

Afborganir lána samstæðu:
2014 kr. 104.652.000
2015 kr. 120.503.000
2016 kr. 141.310.000
2017 kr. 149.012.000

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 eins og hún liggur fyrir. Sveitarstjórn færir starfsmönnum, stjórnendum og kjörnum fulltrúum bestu þakkir fyrir gott samstarf og vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2014-2017.

5.Sveitarstjórn - 251

Málsnúmer 1311009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs