Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer
Til máls tóku;
Svanfríður Inga Jónasdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar 2014-2017.
Björn Snorrason, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil vekja athygli á því að Aðalsjóður er settur á hliðina 2014 og 2015 með 40 milljóna króna styrkveitingu hvort ár til UMFS til uppbyggingar á íþróttaaðstöðu og vil benda á að fyrir tæplega helming þessarar upphæðar eða um 14 - 15 milljónir væri hægt að falla algjörlega frá innheimtu lóðarleigu og þó skilja Aðalsjóð eftir með viðunandi afkomu. Einnig væri hægt, með betri niðurstöðu þó fyrir Aðalsjóð að falla frá innheimtu lóðarleigu af íbúðarhúsnæði bæði þessi ár og setja 2 x 20 milljónir í hóflegri framkvæmdir á íþróttasvæðinu en nú eru hugmyndir um.
Kristján E. Hjartarson.
Guðmundur St. Jónsson.
Niðurstaða rekstrar A- og B-hluta:
Árið 2014 kr. 33.401.000.
Árið 2015 kr. 14.891.000.
Árið 2016 kr. 66.295.000.
Árið 2017 kr. 51.040.000
Niðurstaða A-hluta (Aðalsjóður og Eignasjóður):
Árið 2014 kr. 6.447.000
Árið 2015 kr. 159.000
Árið 2016 kr. 27.300.000
Árið 2017 kr. 7.016.000.
Fjárfestingar:
Árið 2014 kr. 293.530.000
Árið 2015 kr. 242.305.000
Árið 2016 kr. 228.560.000
Árið 2017 kr. 199.080.000
Veltufé frá rekstri:
Árið 2014 kr. 240.078.000
Árið 2015 kr. 234.115.000
Árið 2016 kr. 295.972.000
Árið 2017 kr. 288.718.000
Lántaka:
Árið 2014 kr. 225.000.000
Árið 2015 kr. 150.000.000
Árið 2016 kr. 100.000.000
Árið 2017 kr. 90.000.000
Afborganir lána:
Árið 2014 kr. 104.652.000
Árið 2015 kr. 122.003.000
Árið 2016 kr. 137.545.000
Árið 2017 kr. 145.899.000