Málsnúmer 201311112Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots og Kátakots, bréf dagsett þann 5. nóvember 2013, þar sem leikskólastjóri vísar til frumvarps að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 þar sem gert er ráð fyrir að viðbyggingu við Krílakot verði dreift á árin 2016 og 2017. Leikskólastjóri vonar að ákvörðun varðandi viðbyggingu við Krílakot verði tekin að mjög svo ígrunduðu máli og verði ekki breytt heldur frekar lögð áhersla á að hefja undirbúning árið 2015 og halda fyrri áætlun um byggingu árið 2016. Í starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs með tillögu að fjárhagsáætlun 2014-2017 segir; Sameining Káta- og Krílakots, stefnt er að viðbyggingu við Krílakot árið 2016 og að húsnæði Kátakots verði selt. Fagleg samræming á starfi, námskrám og öðrum gögnum mun eiga sér stað á tímabilinu þar til þetta verður einn og sami skólinn.