Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.
Með fundarboði fylgdi drög að skilgreiningu fyrir starfsemi upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar unnin af upplýsingafulltrúa í samráði við sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóra, sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og forstöðumann bóka- og héraðsskjalasafns.
Tilgangurinn er að ramma inn hlutverk upplýsingamiðstöðvarinnar og fyrirkomulag á starfseminni.
Einnig fylgdu með drög að kostnaðaráætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir að ráða starfsmann í bókasafnið yfir sumarið til þess að starfa í upplýsingamiðstöðinni þar.
Upplýsingafulltrúi kynnti ofangreint.